Bjarnarfjarðará 2008

baldur_fiskurSveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkt á fundi sínum þann 28. maí að hafa
sama hátt á og síðasta ár með úthlutun veiðidaga í Bjarnarfjarðará. Fá allir
sem lögheimili eiga í Kaldrananeshreppi þann 1. maí s.l úthlutað veiðidegi í
Bjarnarfjarðaá í sumar. Fer úthlutunin fram á Sjómannadaginn 1. júní n.k
Verður dregið um hvaða daga hver fær.
Mikil ánægja var með þessa ráðstöfun síðasta ár og þrátt fyrir misjafna
veiði eins og gengur hjá veiðimönnum, því sumir eru jú betri veiðimenn en
aðrir.
Þetta er góð fjölskyldu samvera með hollri útiveru í yndislegu umhverfi.

F.h. sveitarstjórnar, Jenný Jensdóttir.

Myndin sýnir Baldur Stein Haraldsson með einn vænan í fyrra.