Kokkálsvíkurhöfn

Starfsemin í Kokkálsvíkurhöfn þjónar fiskiskipum, minni bátum og ferðamannabát sem siglir með ferðamenn í og kringum Grímsey í Steingrímsfirði yfir sumarmánuðina. 

Á Kokkálsvíkurhöfn er viðlegukantur og flotbryggja í landi Gautshamars í Kaldrananeshreppi. Þar er pláss fyrir tíu til fjórtán báta við flotbryggju og u.þ.b. fimm báta við viðlegukantinn. 

Þarna eru að jafnaði einn sextíu tonna dragnótabátur, þrettán plast fiskibátar og tveir minni plast fiski/skemmtibátar og þá hefur björgunarbátur Björgunarsveitarinnar Bjargar pláss við flotbryggjuna. 

Hafnarstjóri er Halldór Logi Friðgeirsson Sími 863 - 9964.

Hafnir í Kaldrananeshreppi

Dagsetning áætlunar: 01.01.2019
Nafn hafnar og rekstaraðili: Drangsneshöfn
Heimilisfang: Holtagata, 520 Drangsnes
Kennitala: 680169-0719
Tengiliður: Hafnarvörður
Sími: 863-9964
Tölvupóstur: drangsnes@drangsnes.is
Leit