Fréttir & tilkynningar
Kaldrananeshreppur óskar eftir starfskrafti í Sundlaugina á Drangsnesi, aðra hvora helgi.
Unnið er aðra hvora helgi, á föstudögum frá 14.30 - 19.00 & á laugar- og sunnudögum frá 12.30 - 18.00.
Helstu verkefni & ábyrgð:
- Öryggisgæsla og eftirlit.
- Afgreiðsla og aðstoð við viðskiptavini.
- Þrif.
Hæfniskröfur:
- Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
- Gerð er krafa að viðkomandi standist hæfnispróf samkvæmt. reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
- Góð þjónustulund og lipurð í samskiptum.
Laun fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst 2023.
Umsóknum um starfið þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf.
Nánari upplýsingar veitir Finnur Ólafsson, oddviti í síma 775-3377.