Fjölmenningarsetur
- Details
- Miðvikudagur, 09 febrúar 2011 14:12
Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi.
Hjá Fjölmenningarsetri er hægt að leita eftir upplýsingum um margt er varðar daglegt líf á Íslandi, stjórnsýsluna og leita eftir aðstoð varðandi flutning til og frá Íslandi.
Fjölmenningarsetur starfrækir upplýsingasíma á pólsku, serbnesku/króatísku, taílensku, spænsku, litháísku og rússnesku
Jólatré fyrir sundlaugina
- Details
- Miðvikudagur, 15 desember 2010 19:55

Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða. Fundarröð og samstarf við skipulag
- Details
- Miðvikudagur, 18 nóvember 2009 13:16
Fyrsti fundur í fundarröð um nýtingaráætlun fyrir strandsvæði við Vestfirði verður haldinn á veitingarstaðnum Malarkaffi á Drangsnesi, fimmtudaginn 19. nóvember n.k. kl 20.00. Val fundarstaðar er ekki tilviljun, hér er hrint af stað verkefni, hinu fyrsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem sjónum er beint að nýtingu strandsvæðisins í heilum landshluta og því er viðeigandi að fyrsti fundur slíku tagi sé haldinn á fjörukambi í mynni Steingrímsfjarðar. Fundir og svæðaafmörkun þeirra er annars sem hér segir;
- Strandasýsla, 19. nóvember kl 20.00. veitingarstaðurinn Malarkaffi, Drangsnesi.
- Reykhólahreppur, 20. nóvember kl 10.00. Íþróttahúsið Reykhólum, Reykhólum
- Vestur Barðastrandasýsla , 20. nóvember kl 17.00. Skor þróunarsetur, Patreksfirði
- Ísafjarðarsýsla, 25. nóvember kl 20.00. Þróunarsetur Vestfjarða, Árnagötu, Ísafirði
Sjá frekari upplýsingar á: http://www.vestfirskferdamal.is/skraarsafn/flokkur/21/
Fréttatilkynning!
- Details
- Föstudagur, 28 ágúst 2009 17:15
Í framhaldi af hátíðardagskrá Stefnumóts Strandamanna á Hólmavík laugardaginn 29. ágúst, þar sem meðal gesta verða félagsfólk úr byggðasamtökunum Landsbyggðin lifi (LBL) verður haldinn aðalfundur LBL 2009 í Galdrasetrinu sunnudaginn 30. ágúst kl. 11:00 og verður dagskráin auk venjulegra aðalfundarstarfa þessi:
- Heimamenn á Ströndum kynna sína grasrótarstafsemi
- Einar Vilhjálmsson, markaðsstjóri hjá Metani hf. flytur erindi um notkunarmöguleika metans sem innlends orkugjafa
- Sveinn Jónsson frá Kálfskinni innleiðir umræður um nýjar áherslur og hugmyndir á ýmsum sviðum á landsbyggðinni.
Einar mætir á staðinn á bíl sem gengur fyrir metani og
verður hann fundargestum til sýnis og mun Einar kynna fyrirbærið eftir þörfum.
Athugið að fundurinn er öllum opinn
Fréttatilkynning: Lýðveldið við fjörðinn
- Details
- Laugardagur, 25 júlí 2009 09:12
Opið 1. og 2. ágúst 2009, kl. 14-19.
Allir velkomnir.
