“Bændur að störfum”- ljósmyndasamkeppni
- Details
- Þriðjudagur, 18 september 2012 17:24
Samtök ungra bænda efna til ljósmyndasamkeppni undir heitinu “Bændur að störfum” í tengslum við útgáfu sína á dagatali fyrir árið 2013. Myndirnar þarf að senda inn fyrir 15. október og þurfa þær að vera að lágmarki af stærðinni 300dpi, vera láréttar (landscape), mega vera í lit og/eða svarthvítar og senda undir nafni og símanúmeri eiganda myndarinnar.
Ljósmyndasamkeppnin er opin öllum. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndina, sem prýða mun forsíðu dagatalsins auk eins mánaðarins. Myndirnar skal senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og þar má fá nánari upplýsingar sem og á heimasíðu samtakanna, ungurbondi.is
Merki Félagsþjónustunnar
- Details
- Þriðjudagur, 25 október 2011 07:34
Nýlega var haldin samkeppni um kennimerki „lógó“ félagsþjónustunnar og voru þó nokkuð margar tillögur sendar inn. Valið var erfitt þar sem allar tillögurnar voru vandaðar, hugmyndaríkar og skemmtilegar. Hins vegar þarf alltaf að velja eina og bar Friðlaugur Jónsson sigur úr býtum. Tillaga hans var með skírskotun í galdratákn og byggðasögu svæðisins með nútímalegri nálgun. Upphafsstafir Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla (FSR) eri í kennimerkinu auk þess sem 4 hlutar mynda þau fjögur sveitarfélög sem mynda félagsþjónustuna en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð. Græni hlutinn táknar notendur félagsþjónustunnar.
Reglur um liðveislu og félagslega heimaþjónustu
- Details
- Fimmtudagur, 20 október 2011 19:07
Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps og sveitarstjórnir Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps og Strandabyggðar hafa samþykkt reglur um félagslega heimaþjónustu og liðveislu. Samþykkt var að byrja að taka tekjutengt gjald fyrir félagslega heimaþjónustu eins og hjá öðrum sveitarfélögum landsins. Reglurnar verða settar inn á heimasíðu sveitarfélaganna ásamt umsóknareyðublöðum.
Sækja skal um þjónustuna til félagsmálastjóra.
Með kveðju,
Hildur Jakobína Gísladóttir
Félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps
Höfðagötu 3, 510 Hólmavík
Sími: 451-3510 / 842-2511
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða kominn út
- Details
- Fimmtudagur, 08 september 2011 17:49
Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða veturinn 2011-2012 er kominn út og verður dreift í öll hús á Vestfjörðum á næstu dögum. Þar er að finna yfirlit yfir þau námskeið og námsleiðir sem búið að er ákveða að bjóða upp á í vetur.
Vestfjarðavíkingurinn 2011
- Details
- Föstudagur, 17 júní 2011 09:31
Vestfjarðavíkingurinn, keppni sterkustu manna landsins fer fram dagana 7 til 9 júlí og fer hún fram víðsvegar um Vestfirði á þessum þremur dögum.
Keppt verður á eftirtöldum stöðum.
Fimmtudagur 7. Júlí kl 13:00 Hólmavík ( Galdrasafnið ) kl 15:30 Drangsnes ( Íþróttavöllur ) kl 18:00 Mjóifjörður ( Heydalur )
Föstudagur 8. Júlí kl 12:00 Súðavík ( Raggagarður ) kl 15:00 Suðureyri ( Sjöstjörnunni ) kl 18:00 Bolungarvík ( Ósvör )
Laugardagur 9. Júlí kl 12:00 Þingeyri ( Sundlauginni ) kl 13:00 Þingeyri ( Víkinga svæðið ) kl 16:00 Ísafjörður ( Silfurtorginu )