Sveitarstjórnarfundur var haldinn 3. september 2020
- Details
- Föstudagur, 04 september 2020 09:11
Fimmtudaginn 3. september 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 24. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Kristín Einarsdóttir og Ingi Vífill Ingimarsson. Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson boðuðu forföll.
Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
- Details
- Þriðjudagur, 01 september 2020 11:55
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps annast greiðslu á sérstökum húsnæðisstuðningi til fjölskyldna og einstaklinga, sem eru ekki á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra aðstæðna.
Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur vegna greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem greiddar eru af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Sjá reglur
Umsóknareyðublað má nálgast hér
Með umsókninni þarf að fylgja:
- Afgreiðsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar varðandi almennar húsnæðisbætur
- Upplýsingar um tekjur og eignir heimilismanna, 18 ára og eldri.
Umsóknir skulu berast til félagsmálastjóra á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Endurnýja skal umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning á tólf mánaða fresti.
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15 -17 ára námsmanna
- Details
- Fimmtudagur, 20 ágúst 2020 09:32
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15 -17 ára námsmanna
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps annast greiðslu á sérstökum húsnæðisstuðningi til foreldra/forráðamanna 15-17 ára barna, sem leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða á almennum markaði hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sjá reglur (25 gr.)
Umsóknareyðublað má nálgast hér
Með umsókninni þarf að fylgja:
- Staðfesting á skólavist
- þinglýstur húsaleigusamningur
- Upplýsingar um bankareikning
Sækja þarf núna um fyrir haustönn og skulu umsóknir berast til félagsmálastjóra, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Elín Benónýsdóttir, félagsmálastjóri.
Skilaboð frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis
- Details
- Fimmtudagur, 30 júlí 2020 10:08


Vinnuskólanum þakkað fyrir
- Details
- Miðvikudagur, 22 júlí 2020 15:23
Nú er vinnuskóla Kaldrananeshrepps lokið sumarið 2020. Alls tóku 12 ungmenni þátt í vinnuskólanum í ár, 8 stúlkur og 4 drengir. Vinnan fólst í því að slá gras, raka tjaldsvæðið og fegra bæinn. Einnig var slegið fyrir 3 heldriborgara.
Skemmtilegast þótti vinnuhópnum að mála hús í eigu hreppsins, s.s. vigtarskúr, dæluhús, bókasafn, masturshús og kanta á bryggju.
Hópurinn fjölmennti líka í stórskemmtilegt hundaafmæli í Hveravík. Níu krakkar fóru ásamt fylgimönnum á þrem bílum. Þar var í boði súpa og ýmsar veitingar, en líka nokkur skemmtiatriði. Ríkissjónvarpið var á staðnum til að taka upp stutta umfjöllun fyrir Sumarlandann.
Flokkstjóri og sveitarstjórn þakkar öllum krökkunum voðalega vel fyrir sumarið. Öll stóðu þau sig frábærlega og voru til fyrirmyndar í alla staði.