Leigufélagið Bríet kaupir tvær nýjar íbúðir á Drangsnesi

Holtagata 6-8

Heimild:
Leigufélagið Bríet kaupir tvær nýjar íbúðir á Drangsnesi (2020) Glugginn, Fréttabréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 4. tbl. 2020. Vefslóð sótt 14.9.2020: https://issuu.com/glugginn/docs/glugginn_tb5_88077b1e40693d?fr=sNDBkMjE5MjU2MjU 

Sveitarstjórnarfundur var haldinn 3. september 2020

Fimmtudaginn 3. september 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 24. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Kristín Einarsdóttir og Ingi Vífill Ingimarsson. Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson boðuðu forföll.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Nánar: Sveitarstjórnarfundur var haldinn 3. september 2020

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps annast greiðslu á sérstökum húsnæðisstuðningi til fjölskyldna og einstaklinga, sem eru ekki á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra aðstæðna.

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur vegna greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem greiddar eru af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Sjá reglur

Umsóknareyðublað má nálgast hér

 

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Afgreiðsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar varðandi almennar húsnæðisbætur
  • Upplýsingar um tekjur og eignir heimilismanna, 18 ára og eldri.

Umsóknir skulu berast til félagsmálastjóra á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Endurnýja skal umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning á tólf mánaða fresti.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15 -17 ára námsmanna

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15 -17 ára námsmanna

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps annast greiðslu á sérstökum húsnæðisstuðningi til foreldra/forráðamanna 15-17 ára barna, sem leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða á almennum markaði hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sjá reglur (25 gr.)

Umsóknareyðublað má nálgast hér

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Staðfesting á skólavist
  • þinglýstur húsaleigusamningur
  • Upplýsingar um bankareikning

Sækja þarf núna um fyrir haustönn og skulu umsóknir berast til félagsmálastjóra, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Elín Benónýsdóttir, félagsmálastjóri.

Skilaboð frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis

Sent að beiðni almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis brýna fyrir fólki að halda áfram uppteknum venjum um einstaklingsbundnar smitvarnir í ljósi þeirra smita sem eru í samfélaginu.