Sveitartjórnarfundur var haldinn 30. apríl 2021
- Details
- Þriðjudagur, 04 maí 2021 09:51
Sveitarstjórnarfundur 30. apríl 2021
Föstudaginn 30. apríl 2021 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 30. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Kristín Einarsdóttir, Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.
Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.
Oddviti leitar afbrigða og tekur lið 14: Erindi frá Birni Guðna Guðjónssyni
Dagskrá 30. fundar:
1. Fundargerð 29. sveitarstjórnarfundar 22.03.2021.
2. Fundargerðir nefnda
3. Aðrar fundargerðir
4. Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fjármálaupplýsingar
5. Erindi frá Skattinum um útsvarshlutfall
6. Fjársýsla ríkisins – Uppgjör frestunar á Staðgreiðslu
7. Fyrirspurn um unglingavinnu
8. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða
9. Stjórnsýsluskoðun Kaldrananeshrepps 2020
10. Vestfjarðarstofa - Markaðsátak
11. Vestfjarðarvíkingurinn
12. Ljósleiðari - Framkvæmdir
13. Almannavarnir og Covid-19
Fundargerð :
1. Fundargerð 29. sveitarstjórnarfundar 22.03.2021
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
2. Fundargerðir nefnda
3. Aðrar fundargerðir
a. Samband íslenskra sveitarfélaga, bréf frá fundi frá stjórnar, 26.03.2021.
Bréf lagt til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
b. SÍS, stöðuskýrsla nr. 12 um uppbyggingu félags- og atvinnumála, 25.03.2021.
Skýrsla lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
c. SÍS, stöðuskýrsla nr. 13 um uppbyggingu félags- og atvinnumála, 23.04.2021.
Skýrsla lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
d. Samband íslenskra sveitarfélaga, 895. Fundarstjórnar, 26.02.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
e. Samband íslenskra sveitarfélaga, 896. fundar stjórnar, 26.03.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
f. Samband íslenskra sveitarfélaga, bréf frá fundi starfsþróunarnefndar, 29.03.2021.
Bréf lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
4. Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fjármálaupplýsingar
Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem óskað var eftir upplýsingum um fjármál sveitarfélaga í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn felur oddvita að svara erindinu.
5. Erindi frá Skattinum um útsvarshlutfall
Óskað er eftir staðfestingu á endanlegu útsvarshlutfalli sveitarfélags við álagningu 2022 á tekjur ársins 2020. Einnig er óskað svars hvort heimild til lækkunnar eða hækkunar á útsvarshlutfalli hafi verið beitt.
Sveitarstjórn felur oddvita að svara erindinu í samræmi við bókun sveitarstjórnar frá 2019.
6. Fjársýsla ríkisins – Uppgjör frestunar á Staðgreiðslu
Fjármála- og efnahagsráðuneytið sendir breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.
Lagt fram til kynningar.
7. Fyrirspurn um unglingavinnu
Sveitarstjórn barst fyrirspurn um unglingavinnu hreppsins. Óskað var eftir upplýsingum um skipulag vinnutíma og vinnufyrirkomulag.
Sveitarstjórn hefur þegar auglýst eftir starfsmanni yfir unglingavinnuna, en ekki borið árangur. Oddvita er falið að svara fyrirspurninni.
8. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða
Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða lögð fram til kynningar en ákveðið að fresta málinu og óska eftir að skólastjóri sitji næsta fund þegar erindið verður tekið fyrir.
9. Stjórnsýsluskoðun Kaldrananeshrepps 2020
KPMG hélt kynningarfund um niðurstöður varðandi stjórnsýslu sveitarfélagsins og vinnu við endurskoðun ársreiknings fyrir árið 2020.
Glærur frá kynningarfundinum eru lagðar fram til kynningar og rædd viðbrögð við athugasemdum. Oddviti falið að undirbúa lausnir. Borið upp og samþykkt samhljóða.
10. Vestfjarðarstofa - Markaðsátak
Vestfjarðarstofa óskar eftir þátttöku sveitarfélagsins til að kynna markaðsátakið ,,Keyrum Kjálkann“ þar sem einblýnt er á íslenskan markað.
Oddvita falið að óska eftir meiri upplýsingum.
11. Vestfjarðarvíkingurinn
Vestfjarðarvíkingurinn óskar eftir þátttöku sveitarfélagsins til að taka styrkja keppni þeirra sem haldin er dagana 2 – 4 júlí.
Sveitarstjórn ákveður að taka ekki þátt að þessu sinni. Oddvita falið að svara erindinu.
12. Ljósleiðari – Framkvæmdir
Sveitarstjórn ákveður að sama gjaldskrá gildi í þéttbýli Drangsnes og þegar er í gildi í dreifbýli Kaldrananeshrepps.
Þá er gjald fyrir :
a) lögheimili 240.000 kr
b) Ef ekki er lögheimili í fasteigninni 250.000 kr.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Margrét víkur af fundi
Erindi hefur borist til sveitarstjórn hvort afsláttur sé veittur ef tekinn séu fleiri en ein heimtaug.
Sveitarstjórn leggur til að bætt verið við gjaldskrána eftirfarandi ákvæði:
Veittur er afsláttur ef tekinn er fleiri en ein heimtaug af sama aðila og gjald eftir fyrstu heimtaug verði 180.000 kr á hverja auka heimtaug.
Borið upp og samþykkt.
Margrét mætir aftur.
13. Almannavarnir og Covid-19
Sveitarstjórn fer yfir nýjustu sóttvarnarráðstafanir fyrir starfsemi sveitarfélaga og leggur nýjustu reglugerðir og leiðbeiningar fram til kynningar.
14. Erindi frá Birni Guðna Guðjónssyni
Sveitarstjórn fagnar áhuga á eflingu sveitarfélagsins og sveitarstjórn hvetur til þess að formlegt erindi þess efnis verði sent inn.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 22:30
Tafir í heimabanka
- Details
- Þriðjudagur, 27 apríl 2021 14:52
Nýverið tók Sparisjóður Strandamanna í gagnið nýjan fyrirtækjabanka á netinu.
Þessi innleiðing hefur valdið töfum á birtingu reikninga, fasteignagjalda og launagreiðslna.
Hlutaðeigandi aðilar vonast til þess að lausn finnist á þessum hnökrum fyrir vikulok.
Breyting á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og nýtt deiliskipulag
- Details
- Þriðjudagur, 27 apríl 2021 14:19
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkti á fundi sínum þann 22. mars sl. að auglýsa tillögur að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýju deiliskipulagi í landi Hvamms í Bjarnarfirði í samræmi við 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða skipulagssvæði nyrst á jörðinni við Bjarnarfjarðará í námunda við fyrra brúarstæði og felst aðalskipulagsbreytingin í breytingu á landnotkun þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð (FS12) og ferðaþjónustu (VÞ8) á svæði sem er skilgreint landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir fimm frístundahúsalóðum, einni stórri lóð fyrir ferðaþjónustu og einni íbúðarhúsalóð.
Skipulagstillögurnar verða til sýnis í húsnæði Verslunarfélagsins á Drangsnesi sem og á heimasíðu Kaldrananeshrepps drangsnes.is.
Auk þess verður breytingartillaga aðalskipulagsins aðgengileg hjá Skipulagsstofnun, frá miðvikudeginum 28. apríl 2021.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillögurnar og gera athugasemdir við þær. Athugasemdum skal vinsamlegast skilað til skrifstofu Kaldrananeshrepps að Holtagötu, 520 Drangsnesi eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fyrir 10. júní 2021.
Sjá skipulagstillögur, blaðsíða 1, smella á hlekk
Sjá skipulagstillögur, blaðsíða 2, smella á hlekk
Sveitarstjórnarfundur var haldinn 22. mars 2021
- Details
- Þriðjudagur, 23 mars 2021 11:23
Sveitarstjórnarfundur 22. mars 2021
Mánudaginn 22. mars 2021 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 29. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.
Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.
Dagskrá 29. fundar:
- Fundargerð 28. sveitarstjórnarfundar 27.1.2021
- Fundargerðir nefnda
- Aðrar fundargerðir
- Yfirlýsing vegna línuívilnunar
- Kynning vegna sameiningar
- Brunavarnaáætlun sveitarfélagsins
- Stefna um meindýraeyðingar
- Framkvæmdir sumarið 2021
- Skólamáltíðir
- Leiga á kennaraíbúð
- Heimasíða Kaldrananeshrepps
- Starfsemi skrifstofustarfs
- Fenders fyrir Drangsnesbryggju
- Endurmat á náttúruhamfaratryggingu
- Reikningsskil sveitarfélaga – breyting á reglugerð
- Samband íslenskra sveitafélaga – ofgreiðsla 2020
- Uppgjör skipulagsfulltrúa 2020
- Viðbragðsáætlun hafna 2021
- Eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands
- Bréf frá Félagsmálaráðuneyti
- Íbúaskrá 1. desember 2020
- Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar 2020
- Breytingar á barnaverndarlögum
- Almannavarnir og Covid-19
Fundargerð:
- Fundargerð 28. sveitarstjórnarfundar 27.1.2021
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. - Fundagerðir nefnda
- Fundur Fræðslunefndar 15.03.2021.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir - Fundur umhverfis- byggingar og skipulagsnefndar 22.03.2021.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir
- Fundur Fræðslunefndar 15.03.2021.
- Aðrar fundagerðir
- Fjórðungssamband Vestfirðinga, fundargerð stækkaðar samgöngunefndar, 01.03.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - SÍS, 5. samráðsfundur skólateymis, fræðslustjóra og sveitarstjóra þar sem ekki eru starfandi skólaskrifstofur, 26.01.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - SÍS, 6. samráðsfundur skólateymis, fræðslustjóra og sveitarstjóra þar sem ekki eru starfandi skólaskrifstofur, 26.01.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - SÍS, stöðuskýrsla nr. 10 um uppbyggingu félags- og atvinnumála, 28.02.2021.
Skýrsla lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - SÍS, stöðuskýrsla nr. 11 um uppbyggingu félags- og atvinnumála, 05.03.2021.
Skýrsla lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - stjórnarfundur Vestfjarðarstofu, 27.01.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - Samband íslenskra sveitarfélaga, 893. fundar stjórnar, 16.12.2020.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - Samband íslenskra sveitarfélaga, 894. fundar stjórnar, 29.01.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
- Fjórðungssamband Vestfirðinga, fundargerð stækkaðar samgöngunefndar, 01.03.2021.
- Yfirlýsing vegna línuívilnunar
Sveitarstjórn ákveður að fresta lið til næsta fundar. - Kynning vegna sameiningar
Stjórnarráð Íslands hélt kynningarfund um framlög vegna sameiningu sveitarfélaga. Glærur frá kynningarfundinum eru lagðar fram til kynningar. - Brunavarnaáætlun sveitarfélagsins
Húsnæðis og Mannvirkjastofnun óskar eftir samþykki fyrir brunavarnaáætlun hjá sveitarfélaginu.
Slökkviliðsstjóra falið að svara erindi.
Eva Katrín og Halldór Logi víkja af fundi vegna vanhæfis og Finnur tekur við ritun fundargerðar. - Stefna um meindýraeyðingar
Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að gerðar verði nýjar samþykktir fyrir refa og minka veiðar fyrir sveitarfélagið. Oddvita falið að gera uppkast af nýjum samþykktum fyrir næsta sveitarstjórnarfund, samkvæmt umræðum á fundinum.
Oddviti átti fund með ráðnum meindýraeyðum sveitarfélagsins til að ræða málin.
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
Núverandi samningur endurnýist fyrir árið 2021 með eftirfarandi breytingum meðan nýjar samþykktir verði gerðar. Vegna refa: verð fyrir unnið greni verði 17.000 kr og fyrir að gá á þekkt grenstæði verði greiddar 2.000 kr. Verð fyrir hlaupadýr verði 8.000 kr.
Vegna minka: Greiðsla fyrir unninn mink 3.000 kr. á dýr en til ráðinna meindýraeyða verði greidd 4.000 kr. á dýr. Greiðsla fyrir hvolpafulla læðu 15.000 kr. á dýr. Tímakaup ráðinna veiðimanna 1.615 kr./klst. og akstur 110 kr./km.
Borið upp og samþykkt.
Eva Katrín og Halldór Logi mæta aftur á fundinn, Eva tekur við ritun fundargerðar. - Framkvæmdir sumarið 2021
Oddviti gerði grein fyrir framkvæmdum sumarsins, ljósleiðaravæðingu hreppsins og aðrar framkvæmdir ræddar.
Eva Katrín víkur af fundi vegna vanhæfis og Finnur tekur við ritun fundargerðar. - Skólamáltíðir
Skólastjóri hefur óskað eftir tilboði í hádegismat til nemenda og starfsfólks í grunnskólanum. Tilboð hefur borist og lagt er fyrir sveitarstjórn. Tilboðið hljóðar upp á 1.000 kr. per einstakling. Sveitarstjórn fellur skólastjóra að kanna hug foreldra um greiðsluþátttöku að helming og ákveður að taka því tilboði með fyrirvara um samþykki foreldra.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Eva Katrín tekur aftur við ritun fundargerðar. - Leiga á kennaraíbúð
Nokkur erindi hafa borist til sveitarfélagsins um að fá Aðalbraut 10 leigða. Oddvita falið að bregðast við umsóknum í samræmi við vilja sveitarstjórnar. Borið upp og samþykkt. - Heimasíða Kaldrananeshrepps
Umræða fór fram um stefnu sveitarstjórnar í endurnýjun á heimasíðu hreppsins. Mikilvægt er að uppfæra vefinn. Ákveðið var að leita tilboða við gerð nýrrar heimasíðu. - Starfsemi skrifstofustarfs
Kaldrananeshreppur auglýsti eftir starfsmanni á skrifstofu í 50% starf þann 28.01.2021. Helstu verkefni eru skilgreind sem :- utanumhald um bókhald, reikningagerð og umsjón með tekjuöflun
- skjalavarsla, utanumhald um fundi og birtingar á vefsíðu
- afgreiðsla daglegra fyrirspurna, upplýsingagjöf til íbúa og móttaka á skrifstofu
- almenn skrifstofustörf og önnur tilfallandi verkefni sem oddviti felur starfsmanni
Hreppnum barst ein umsókn vegna umrædds starfs. Sveitarstjórn staðfestir ráðningu
Borið upp og samþykkt samhljóða.
- Fenders fyrir Drangsnesbryggju
Vegagerðin sendi sveitarfélaginu grófa áætlun vegna D fendera fyrir Drangsnesbryggju.
Lagt fram til kynningar. - Endurmat á náttúruhamfaratryggingu
Náttúruhamfaratrygging Íslands kynnir endurmat vegna mannvirkja sem skylt er að vátryggja hjá NTÍ.
Lagt fram til kynningar. - Reikningsskil sveitarfélaga – breyting á reglugerð
Þann 23.02.2021 auglýsti Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið breytingar á reikningsskilum og ársreikningagerðar sveitarfélaga í samræmi við 3. mgr. 20. gr.
Lagt fram til kynningar. - Samband íslenskra sveitarfélaga – ofgreiðsla 2020
Staðgreiðsla sveitarfélagsins á árinu 2020 og uppgjör lagt fram til kynningar. - Uppgjör skipulagsfulltrúa 2020
Uppgjör skipulagsfulltrúa lagt fram til kynningar. - Viðbragðsáætlun hafna 2021
Viðbragðsáætlun hafna lögð fram og borin upp og samþykkt samhljóða. - Eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands
Óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins til eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafn Íslands um skjalavörslu, skjalastjórn og afhendingarskyldu sveitarstjórnarskrifstofa.
Oddvita falið að svara erindinu. - Bréf frá Félagsmálaráðuneyti
Félags- og barnamálaráðherra kynnir sérstakan stuðning til ráðgjafar um viðeigandi þjónustu við börn með þroska- og geðraskanir.
Bréf lagt fram til kynningar. - Íbúaskrá 1. desember 2020
Íbúaskrá lögð fram til kynningar. - Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar 2020
Jafnréttisstofa kynnir ný lög sem lúta að jafnréttismálum um jafnan rétt kynjanna.
Lagt fram til kynningar. - Breytingar á barnaverndarlögum
Sveitarstjórn fer yfir breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002. Fundarefni og glærur eru lagðar fram til kynningar. - Almannavarnir og Covid-19
Sveitarstjórn fer yfir nýjustu sóttvarnarráðstafanir fyrir starfsemi sveitarfélaga og leggur nýjustu reglugerðir og leiðbeiningar fram til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 23:20
Opið hús / Kynningarfundur
- Details
- Þriðjudagur, 02 mars 2021 15:40
OPIÐ HÚS / KYNNINGARFUNDUR VEGNA FYRIRHUGAÐRA BREYTINGA Á AÐALSKIPULAGI KALDRANANESHREPPS OG NÝS DEILISKIPULAGS Í LANDI HVAMMS
Opið hús / Kynningarfundur vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps og nýs deiliskipulags í landi Hvamms verður haldinn mánudaginn 8. mars nk. frá klukkan 17:00 til 19:00 á skrifstofu sveitarfélagsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Aðalskipulagsbreytingin felst í breytingu á landnotkun þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð (FS12) og ferðaþjónustu (VÞ5) á svæði sem er skilgreint landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir fimm frístundalóðum, einni stórri lóð fyrir fyrir ferðaþjónustu og einni íbúðarhúsalóð.
Á fundinum gefst áhugasömum kostur á að kynna sér skipulagsgögn og ræða við skipulagsfulltrúa um verkefnið.
Í gildi er almenn fjöldatakmörkun en hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 50 manns með ákveðnum takmörkunum í opinberu rými. Grímuskylda er á gestum fundarins og verður hægt að nálgast einnota grímur á staðnum.
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.