Grásleppan

img_2666Þó vindar blási og enn megi búast við hinum ýmsu hretum vetrarins eru ýmsar  vísbendingar um að vorið komi nú þrátt fyrir allt. Eitt öruggt merki um hækkandi sól og breiðara bros er vorboðinn ljúfi –sjáfur rauðmaginn. Grásleppuvertíðin er að hefjast og þó ekkert sé víst í þeim efnum  frekar en öðrum þá lofar fyrsta umvitjum í rauðmaganetin góðu. Grásleppubáturinn Sigurey frá Drangsnesi lagði 23 rauðmaganet,  vitjaði um eftir 5 nætur og fékk um 800 rauðmaga.  

Nýr bátur í flota Drangsnesinga

simmaGóða veðrið lék við Strandamenn í dag þegar nýr bátur bættist við íflota Drangsnesinga. Simma St 7 er 18,5 brt. plastbátur og verður gerð út álínu og netaveiðar. Eigandi og útgerðaraðili bátsins er Borg ehf Drangsnesi

Þorrablót á Drangsnesi

Þorrablótið á Drangsnesi verður að þessu sinni með rómantísku ívafi á sjálfan Valentínusardag, 14. febrúar.
Nefndin

Bilun í ISDN kerfi símans

Bilun er í símstöð Símans á Drangsnesi. Allir sem notast við ISDN tæknina eru þar með sambandslausir. Þar með má telja Kaupfélagið, Grunnskólann, Sundlaugina, Fiskvinnsluna Drang og fleiri. Síminn segir að viðgerðarmenn séu á leiðinni. Skrifað í hádeginu, 18. september.

Vika símenntunar

vikasimenntunar

 

Vika símenntunar verður í níunda sinn 22.-28. september 2008. Markmið viku símenntunar er að auka símenntun í atvinnulífinu og hvetja fólk til að leita sér þekkingar alla ævi. Í viku símenntunar 2008 er lögð áhersla á fræðslu í fyrirtækjum og sem fyrr að ná til þeirra sem hafa litla formlega menntun.

Nánar: Vika símenntunar