Fréttatilkynning!

Í framhaldi af hátíðardagskrá Stefnumóts Strandamanna á Hólmavík laugardaginn 29. ágúst, þar sem meðal gesta verða félagsfólk úr byggðasamtökunum Landsbyggðin lifi (LBL) verður haldinn aðalfundur LBL 2009 í Galdrasetrinu sunnudaginn 30. ágúst  kl. 11:00 og verður dagskráin auk venjulegra aðalfundarstarfa þessi:

  • Heimamenn á Ströndum kynna sína grasrótarstafsemi
  • Einar Vilhjálmsson, markaðsstjóri hjá Metani hf. flytur erindi um notkunarmöguleika metans sem innlends orkugjafa
  • Sveinn Jónsson frá Kálfskinni innleiðir umræður um nýjar áherslur og hugmyndir á ýmsum sviðum á landsbyggðinni.

Einar mætir á staðinn á bíl sem gengur fyrir metani og verður hann fundargestum til sýnis og mun Einar kynna fyrirbærið eftir þörfum.
Athugið að fundurinn er öllum opinn

Fréttatilkynning: Lýðveldið við fjörðinn

Myndlistarsýning í Ingólfsfirði, Ströndum.
Opið 1. og 2. ágúst 2009, kl. 14-19.
Allir velkomnir.

eyri_ingolfsfirdiVerið velkomin á opnun sýningarinnar Lýðveldið við fjörðinn, laugardaginn 1. ágúst, kl. 14, sem haldin verður í Kvennabragganum á Eyri, Ingólfsfirði á Ströndum.Nánar: Fréttatilkynning: Lýðveldið við fjörðinn

Dagskrá Bryggjuhátíðar á Drangsnesi 18. júlí

Smellið á nánar til að sjá dagskrána.
bryggjuh2

Nánar: Dagskrá Bryggjuhátíðar á Drangsnesi 18. júlí

Hamingjudagar 2009

hamingjud_2Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík verður haldin í fimmta sinn dagana 2.-5. Júlí næstkomandi. Á Hamingjudögum er lögð áhersla á fjölskylduvæna afþreyingu í fallegu umhverfi í Strandabyggð.

Nánar: Hamingjudagar 2009

Um háhraðanet á Vestfjörðum

fjarskiptasjodurUndirritaður hringdi í starfmenn fjarskiptasjóðs til að fá upplýsingar um stöðu uppbyggingu háhraðanetsins. Þau svör fengust að eingöngu væri búið að tengja til reynslu tvo staði á Hólum í Hjaltadal. Að öðru leyti er staðan þannig að Síminn er að gera verkáætlun og velja tækni til að tengja þessa staði. Nánar er ekki hægt að fá upplýsingar þar eð áætlunin er ekki fullkláruð ennþá. En, samkvæmt samningi fjarskiptasjóðs við Símann, á að vera búið að tengja Vestfirði, Norðurland, Norðurland Eystra og Austfirði innan tólf mánaða frá undirskrift samningsins, sem var 25.02.2009. Allt landið á svo að vera tengt innan 18 mánaða. Verð þjónustunnar á að vera sama og verð ADSL tengingar í þéttbýli fyrir sömu bandbreidd (t.d. 2Mb eða 6Mb). Þó að tengingin verði yfir 3G (farsíma- og gagnaflutningsnet) þurfum við ekki að hafa áhyggjur af hærri verðlagningu með minna innföldu gagnamagni eins og raunin er með þá þjónustu. Þessar upplýsingar fengust frá Ottó V. Winther hjá fjarskiptasjóði í morgun.
Baldur Jónasson Bæ 3