Kjörskrárstofn vegna Alþingiskosninga 25. september 2021
- Details
- Föstudagur, 17 september 2021 16:28
Kjörskrá Kaldrananeshrepps fyrir Alþingiskosningar 25. september 2021 mun liggja frammi í Búðinni á Drangsnesi frá 17. september til næsta föstudags, 24. september.
Athugasemdir vegna kjörskrár skulu berast sveitarstjórn fyrir 24. september 2021.
Fjallskilaseðill og réttir 2021
- Details
- Þriðjudagur, 07 september 2021 14:31
Kaldrananeshreppur hefur nú gefið út fjallskilaseðil fyrir árið 2021 og er hann birtur hér.
Seðillinn verður einnig hengdur upp í Búðinni á Drangsnesi en vegna umhverfissjónarmiðs verður hann ekki sendur í hús.
Samþykkt var á fundi Fjallskilanefndar að fyrri leitir fari fram föstudaginn 17. september og réttað verður laugardaginn 18. september.
Allir eru velkomnir að koma og hjálpa til við leitir, njóta góðrar útivistar í fallegu umhverfi og góðum félagsskap.
Sveitarstjórnarfundur var haldinn 1. september 2021
- Details
- Fimmtudagur, 02 september 2021 14:08
Sveitarstjórnarfundur 1. september 2021
Miðvikudaginn 1. september 2021 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 33. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Arnlín Óladóttir, Bjarni Þórisson og Halldór Logi Friðgeirsson.
Oddviti setti fund kl. 20:00. Bjarni Þórisson ritar fundargerð á tölvu.
Dagskrá 33. fundar:
- Fundargerð 32. sveitarstjórnarfundar 04.07.2021
- Fundargerðir nefnda
- Aðrar fundargerðir
- Alþingiskosningar 2021
- Umsóknir um starf við Sundlaug Drangsness
- Brunavarnaáætlun sveitarfélagsins
- Eftirlitsskýrsla frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
- Lagnaleið í Bjarnarfirði
- Erindi vegna jarðarinnar Kleifar
- Staða hitaveitunnar
- Fasteignir sveitarfélagsins
- Umsókn um leiguíbúð í hreppnum
- Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Bréf frá Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytinu
- Almannavarnir og Covid 19
Fundargerð:
- Fundargerð 33. sveitarstjórnarfundar 04.07.2021
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. - Fundargerðir nefnda
- Fundur umhverfis-byggingar og skipulagsnefndar 26.08.2021
Fundargerð lögð fram til kynningar og sveitarstjórn samþykkir lið 1. og 3. til 4.
Arnlín víkur af fundi vegna vanhæfis.
Sveitarstjórn ákveður að fresta lið 2. til næsta fundar, þar sem athugasemdir Umhverfis- skipulags og byggingarnefndar við deiliskipulaginu hafi verið að sendar til viðeigandi aðila en ekki hafi gefist tími til viðbragða við þeim.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Arnlín kemur inn á fund aftur.
- Fundur umhverfis-byggingar og skipulagsnefndar 26.08.2021
- Aðrar fundargerðir
- Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, 134 fundur heilbrigðisnefndar, 26.08.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir - SÍS, 10. samráðsfundur skólateymis, fræðslustjóra og sveitarstjóra þar sem ekki eru starfandi skólaskrifstofur, 17.08.2021
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir - Samband íslenskra sveitarfélaga, 900. fundar stjórnar, 17.08.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
- Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, 134 fundur heilbrigðisnefndar, 26.08.2021.
- Alþingiskosningar 2021
Laugardaginn 25. september næstkomandi fara fram Alþingiskosningar.
Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili á viðmiðunardegi, þ.e. fimm vikum fyrir kjördag, þann 21. ágúst 2021.
Kjörskrárstofn er farinn í prentun og verður sendur til sveitarfélagsins um leið og hann kemur úr prentun. Með kjörskrárstofninum fylgja tölfræðilegar upplýsingar yfir skiptingu kynja eftir kjörstöðum og kjördeildum í sveitarfélaginu.
Nú eru dálkarnir fyrir kynin orðnir þrír til samræmis við lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.
Tekin var umræða um framkvæmd kosninga og vísar málum til formanns Kjörnefndar.
- Umsóknir um starf við Sundlaug Drangsness
Kaldrananeshreppur auglýsti eftir starfi sundlaugarvörðs við Sundlaugina á Drangsnesi þann 24.06.2021. Helstu verkefni eru skilgreind sem :
Öryggisgæsla við sundlaug
Afgreiðslustörf
Aðstoð við viðskiptavini
Þrif
Hreppnum barst ein umsókn vegna umrædds starfs. Sveitarstjórn staðfestir ráðningu.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
- Brunavarnaáætlun sveitarfélagsins
Húsnæðis og Mannvirkjastofnun ítrekar að ekki liggur fyrir samþykki fyrir brunavarnaáætlun hjá sveitarfélaginu.
Slökkviliðsstjóra falið að svara erindi.
- Eftirlitsskýrsla frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða lagðar fram til kynningar og umræðu þar sem við á.
Eftirlitsskýrsla Gvendarlaugar hins góða greinir frá að laugin var tóm og því ekki hægt að taka úr henni sýni en tekið var sýni úr pottinum sem staðsettur er við hliðin á lauginni. Baðvatnið úr pottinum stenst gæðakröfur skv. reglugerð 460/2015.
Vatnsveitan á Drangsnesi stenst ekki kröfur neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001 en búið að er hafa samband við Óskar Torfason en þörf er á að setja upp geislunartæki eða bæta frágang við brunna.
Pottarnir við fjöruna á Drangsnesi standast gæðakröfur reglugerðar 460/2015 um baðstaði í náttúrunni. Kom svo í ljós að ólíklegt var að nokkur klór hafi verið í Sundlaug Drangsness. Klórblöndunartæki eru ekki virk og klór settu hansvirkt í laugina. Hringt hefur verið í viðgerðarmann.
Skýrsla lögð fram til kynningar. - Lagnaleið í Bjarnarfirði
Til stendur að leggja lagnaleið að Steinholti, Odda og frístundahúsum í Bjarnarfirði en hreppnum hefur borist verklýsing frá Stoð ehf.
Verklýsing lögð fram til kynningar.
- Erindi vegna jarðarinnar Kleifar
Óskað var eftir samþykki hreppsins á skiptum á 115 ha. úr landi Kleifa og hljóti hinn nýja fasteign nafngiftina Kleifar land. Jafnframt var óskað eftir umsögn sveitarstjórnar á grundvelli 13. gr. jarðalaga.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps gerir ekki athugasemdir og veitir jákvæða umsögn.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
- Staða hitaveitunnar
Oddviti fer yfir stöðu hitaveitunnar í hreppnum.
Umræða skapaðist um stöðu mála í hreppnum.
- Fasteignir sveitarfélagsins
Oddviti fer yfir stöðu fasteigna sveitarfélagsins.
Umræða skapaðist um stöðu mála í hreppnum.
- Umsókn um leiguíbúð í hreppnum
Hreppnum barst umsókn þar sem óskað var eftir leiguíbúð í hreppnum.
Oddvita falið að bregðast við umsókn.
Umræða skapaðist um stöðu mála í hreppnum. - Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Samband íslenskra sveitarfélaga sendir frá sér minnisblað þar sem fjallað er um markmið laga um opinber fjármál þar sem stuðlað er að góðri hagstjórn og ábyrgri fjármálastjórn.
Minnisblað lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytinu
Bréf var sent til allra sveitarfélaga frá Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem greint er frá niðurstöðu Hæstaréttar, en sveitarfélögum er ekki heimilt að reikna dráttarvexti á kröfur um fasteignaskatta á því tímabili sem skuldari er í greiðsluskjóli.
Bréf lagt fram til kynningar. - Almannavarnir og Covid 19
Sveitarstjórn fer yfir nýjustu sóttvarnarráðstafanir fyrir starfsemi sveitarfélaga og leggur nýjustu reglugerðir og leiðbeiningar fram til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 21:45
Sumarlokun skrifstofu
- Details
- Miðvikudagur, 14 júlí 2021 11:12
Skrifstofa Kaldrananeshrepps verður lokuð dagana 19.júlí til 23. júlí vegna sumarfrís.
Við óskum starfsfólki sveitarfélagsins, íbúum Kaldrananeshrepps og landsmönnum öllum gleðilegs sumars.
Sveitarstjórnarfundur var haldinn 4. júlí 2021
- Details
- Miðvikudagur, 07 júlí 2021 13:48
Sveitarstjórnarfundur 4. júlí 2021
Föstudaginn 4. júlí 2021 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 32. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Bjarni Þórisson, Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.
Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.
Oddviti leitar afbrigða og tekur lið 4: Erindi Veðskuldabréf nr. 750902
Dagskrá 32. fundar:
- Fundargerð 31. sveitarstjórnarfundar 25.06.2021.
- Fundargerðir nefnda
- Aðrar fundargerðir
- Ársreikningur 2020 – Seinni umræða
- Veðskuldabréf nr. 750902
Fundargerð:
- Fundargerð 31. sveitarstjórnarfundar 25.6.2021
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. - Fundargerðir nefnda
- Aðrar fundargerðir
- SÍS, 96. fundur Samstarfsnefndar og Kennarasambands Íslands, 05.05.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - SÍS, 99. fundur Samstarfsnefndar og Kennarasambands Íslands, 15.06.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
- SÍS, 96. fundur Samstarfsnefndar og Kennarasambands Íslands, 05.05.2021.
- Ársreikningur 2020 – Seinni umræða
Ársreikningur Kaldrananeshrepps vegna ársins 2020 lagður fram til síðari umræðu.
Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er jákvæð 18,4 milljónir og B hluta jákvæð um 21,4 milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 312,2 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam 326,4 millj. króna.
Ársreikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða. - Veðskuldabréf nr. 750902
Sveitarstjórn tók til skoðunar Veðskuldabréf nr. 750902 hjá Byggðastofnun og í ljósi óhagstæðra kjara ákveður sveitarstjórn að greiða það upp. Lánið stendur í 7.827.811 kr. og er 1% uppgreiðslugjald.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 22:00