Holtagata 6 - Laus til útleigu í ágúst

 

Íbúðin er laus til útleigu í byrjun ágúst 2022.
Umsóknarfresturinn er til og með 18. júlí n.k.

Við hvetjum áhugasama að sækja um: Íbúð | Leigufélagið Bríet (briet.is)

Sumarlokun skrifstofunnar

Skrifstofa Kaldrananeshrepps verður lokuð dagana 11. til 22. júlí vegna sumarfrís. 
Ykkur er velkomið að hafa samband í síma 848-4641 ef mikið liggur við. 

Við óskum starfsfólki sveitarfélagsins, íbúum Kaldrananeshrepps og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. 

Sveitarstjórnarfundur var haldinn 3. júlí 2022

Sunnudaginn 3. júlí 2022 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 2. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Ísabella Benediktsdóttir, Hildur Aradóttir og Arnlín Óladóttir.

Oddviti setti fund kl. 20:00.
Hildur Aradóttir ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá 1. fundar:

  1. Fyrsta fundargerð sveitarstjórnar 29.5.2022.
  2. Fundargerðir nefnda
  3. Aðrir fundir
  4. Viðhald á Grunnskóla Drangsness
  5. Fyrirspurn Smávirkjana ehf.
  6. Beiðni Vilhjálms Lúðvíkssonar og Áslaugar Sverrisdóttur
  7. Tilboð Snædal í vef- og markaðsþjónustu
  8. Beiðni Strandapóstsins
  9. Umsókn um leiguíbúð
  10. Fulltrúi hreppsins í Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks
  11. Fulltrúi hreppsins í fulltrúaráð umhverfisvottunar Vestfjarða
  12. Skipan barnaverndarnefndar
  13. Áskorun Félags atvinnurekenda


Fundargerð:

  1. Fyrsta fundargerð sveitarstjórnar 29.5.2022
    Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
    Fundargerð lögð fram til kynningar.

  2. Fundargerðir nefnda
    Engar fundargerðir lágu fyrir.

  3. Aðrir fundir
    1. Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða, 01.06.2022.
      Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
    2. Aðalfundur Veiðifélags Bjarnafjarðarár 2022, 22.05.2022.
      Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
    3. Þinggerð 67. Fjórðungsþings Vestfirðinga, 14.06.2022.
      Þinggerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn Staðfestir.

  4. Viðhald á Grunnskóla Drangsness
    Stefnt er að hefja lagfæringu á ytra byrgði Grunnskólans á Drangsnesi. Kaldrananeshreppi barst tvö tilboð fyrir efniskostnaði að upphæð 6.917.599 kr.- en ákveðið hefur verið að setja nýja einangrun í húsnæðið og klæða sléttu hvítu áli miðað við uppgefnar forsendur. Talið er að raunkostnaður verði eitthvað lægri vegna ofmats á magni klæðningar.
    Að auki verður álið blátt og appelsínugult á pörtum en litirnir prýða merki grunnskólans.

    Tilboð lögð fyrir.
    Sveitarstjórn ákveður að taka tilboðinu á því einingarverði sem það hljóðar upp á.
    Oddvita falið að annast verkið.
    Borið upp og samþykkt samhljóða.

  5. Fyrirspurn Smávirkjana ehf.
    Smávirkjanir ehf. hyggjast að virkja Seljaá í landi Bólstaðar og Þverá í Bjarnarfirði í landi Svanshóls. Hugmynd að virkjuninni byggir á gögnum úr skýrslu Verkís sem unnin var fyrir Vestfjarðastofu.

    Undirbúningur virkjunarinnar er á frumstigi en áætlað er að nýta sumarið 2022 vel til þess að rannsaka svæðið og ákvarða hvernig virkjun verður best fyrir komið.

    Óskað er eftir leiðsögn varðandi skipulagsvinnuna vegna virkjananna og hvernig þeim verður best háttað.

    Fyrirspurn lögð fyrir.
    Finnur víkur af fundi.

    Gera má ráð fyrir því að breytingar á aðalskipulagi taki u.þ.b. eitt ár eftir að beiðni berst og vinna getur hafist. Vinna við deiliskipulag getur hafist um leið og beiðni berst og öll gögn liggja fyrir.
    Um önnur leyfi gilda almennar reglur varðandi framkvæmdir og byggingar.

    Sveitarstjórn felur varaoddvita að bregðast við.
    Borið upp og samþykkt.

    Finnur mætir aftur á fund.

  6. Beiðni frá lóðarhafa Grundargötu 8
    Óskað er eftir því að fá heimild til að víkka út lóðarmörk sjávarmegin meðfram Grundargötu 8 um einn metra en vegna tilkomu nýs vegar býður hann upp á auðvelda aðkomu gangandi fólks.

    Er því fyrirhugað fyrir eigendur Grundargötu 8 að koma fyrir varnarflekum fyrir fram við heitan pott sem staðsettur er sjávarmegin við húsið og myndu flekarnir veita þeim skjól fyrir forvitnum augum vegfarenda.

    Beiðni lögð fyrir.
    Sveitarstjórn tekur vel í beiðni lóðarhafa Grundargötu 8 um stækkun lóðar og felur oddvita að bregðast við.
    Borið upp og samþykkt.

  7. Tilboð í vef- og markaðsþjónustu
    Kaldrananeshreppi barst tvö tilboð frá þjónustu- og ráðgjafafyrirtækinu Snædal. Fyrra tilboð snýr að vef og hýsingu heimasíðu hreppsins. Yfirfærsla yrði gerð á vefnum yfir í einfalt og þjált vefkerfi sem er hýst á samhæfðri hýsingu á vegnum Snædal. Að auki væri öryggiseftirlit vefsins hert sem og svartlistavöktun á léni.
    Heildar kostnaður er 300.000kr.- með virðisauka og afslætti. Með tilboðinu fylgir árs vefhýsing með viðhalds- og uppfærsluþjónustu.

    Seinna tilboðið snýr að uppsetningu vefjarins í Kopage kerfi þar sem unnið væri með útlit síðunnar og virkni samkvæmt greiningarvinnu.
    Heildar kostnaður er 150.000kr.- vegna vefjar með virðisauka og Strandamannaafslætti. Mánaðarlegur kostnaður vegna þjónustusamnings er 60.000kr.- með virðisauka.

    Finnur víkur af fundi.

    Tilboð lagt fram til kynningar.
    Sveitarstjórn ákveður að taka tilboðunum tveim.
    Borið upp og samþykkt.

    Finnur mætir aftur á fund.

  8. Beiðni Strandapóstsins
    Hreppnum barst fyrirspurn frá ritnefnd Strandapóstsins þar sem athugað er hvort áhugi væri fyrir því að kaupa styrktarlínu að upphæð kr. 25.000. Með því væri hreppurinn að styrkja Strandapóstinn við verkefni þeirra en í samstarfi við Landsbókasafn Íslands þar sem verið er að vinna að því að setja fyrstu 54 áragangana inn á timarit.is.

    Beiðni lögð fyrir.
    Sveitarstjórn ákveður að taka tilboðinu. Samþykkt samhljóða.
    Þjónustufulltrúa falið að bregðast við.

  9. Umsókn um leiguíbúð
    Hreppnum barst umsókn þar sem óskað var eftir leiguíbúð í hreppnum.
    Oddvita falið að bregðast við umsókninni.

  10. Fulltrúi hreppsins í Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks
    Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks óskar eftir því að sveitarstjórn skipar fulltrúa hreppsins til setu í stjórn fyrir aðalfund sem haldinn verður þriðjudaginn 5. júlí næstkomandi.

    Sveitarstjórn skipar oddvita fulltrúa hreppsins og felur þjónustufulltrúa að upplýsa Byggðasamlagi Vestfjarða.
    Borið upp og samþykkt.

  11. Fulltrúi hreppsins í fulltrúaráð umhverfisvottunar Vestfjarða
    Umhverfisvottun Vestfjarða óskar eftir því að sveitarstjórn skipar fulltrúa hreppsins í fulltrúaráð umhverfisvottunar Vestfjarða.

    Æskilegt er að fulltrúinn hafi áhuga á sjálfbærni- og umhverfismálum sem og sé vel innvinklaður í umhverfis- og skipulagsmálum sveitarfélagsins.

    Sveitarstjórn skipar Hildi Aradóttur fulltrúa hreppsins og felur þjónustufulltrúa að upplýsa verkefnastjóra umhverfisvottunar Vestfjarða.
    Borið upp og samþykkt.

  12. Skipan barnaverndarnefndar
    Hinn 29. apríl 2022 samþykkti Alþingi frumvarp mennta- og barnamálaráðherra sem felur í sér frestun niðurlagninga barnaverndarnefnda til 1. janúar 2023.

    Lagt fram til kynningar.
    Borið upp og samþykkt.

  13. Áskorun Félags atvinnurekenda
    Stjórn Félags atvinnurekenda skorar á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2023.

    Áskorun lögð fram til kynningar en ekki talið þörf á viðbrögðum af hálfu sveitarstjórnar að svo stöddu.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 21:50

Lögreglan á Vestfjörðum auglýsir lausa stöðu héraðslögreglumanns

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum auglýsir lausa stöðu héraðslögreglumanns við embættið, með starfsstöð á Hólmavík.  Æskilegt er að umsækjendur séu búsettir í Strandabyggð, Kaldraneshreppi eða Reykhólasveit.

Hlutverk héraðslögreglumanna er að gegna almennum löggæslustörfum, þegar á þarf að halda, og vinna undir stjórn lögreglumanna.

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landsambands lögreglumanna. Um er að ræða tímavinnu á álagstímum.

Umsóknarfrestur er til og með 15.07.2022

Hlekkur á auglýsingu um starf héraðslögreglumanns:
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/laus-storf-a-starfatorgi/auglysing/?id=29372

Hlekkur til að sækja um starf héraðslögreglumanns:
https://radningarkerfi.orri.is/?s=29372&oj_Router=1N4IgTg9hAuIFwgPwGcC8AmAnAZgOzpAF8g

Veiðidagar í Bjarnarfjarðará 2022

Veiðidagar í Bjarnarfjarðará 2022

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps ákvað á fundi sínum 4. júní 2020 að gefa íbúum Kaldrananeshrepps þá veiðidaga sem sveitarfélagið fékk úthlutað vegna jarðanna Skarðs og Klúku.
Því miður fengu ekki allir úthlutun.

Útdráttur hefur farið fram og skiptist þannig.

Skipting veiðidaga 2022               

22.jún    mið.       Stöng 1-2             Daníel A. Finnsson                          Tekla Þorláksdóttir
25. jún   lau.        Stöng 1-2             Hafþór Torfason                               Matthildur G. Ómarsdóttir         
27.jún    mán.      Stöng 1-2             Jenný Jensdóttir                              Jón H. Elíasson
29.jún    mið.       Stöng 1-2             Anna K. Blocher                               Guðný Rúnarsdóttir
3.júl       sun.       Stöng 1-2             Friðgeir Höskuldsson                       Sigurbjörg Halldórsdóttir             
5.júl       þri.         Stöng 3-4             Gunnar Jóhansson                          Kristín Einarsdóttir
6.júl       mið.       Stöng 1-2             Unnur Á. Gunnarsdóttir                   Svanur H. Ingimundarson           
9.júl       lau.        Stöng 1-2             Auður Höskuldsdóttir                       Jón A. Magnússon                         
10.júl     sun.       Stöng 1-2             Hallfríður F. Sigurðardóttir               Ólafur Ingimundarson  
13.júl     mið.       Stöng 1-2             Patricia Ann Burk                             Alda L. Sigurðardóttir    
16.júl     lau.        Stöng 1-2             Erna Arngrímsdóttir                          Hafdís Baldursdóttir      
18.júl     mán.      Stöng 1-2             Guðmundur Guðmundsson             Margrét Ó. Bjarnadóttir
19.júl     þri.         Stöng 1-2             Margrét K. Blöndal                           Valgerður G. Magnúsdóttir
22.júl     fös.        Stöng 1-2             Aðalbjörg Óskarsdóttir                     Halldór L. Friðgeirsson
24.júl     sun.       Stöng 1-2             Guðbjörg Hauksdóttir                      Óskar A. Albertsson
25.júl     mán.      Stöng 3-4             Guðmundur R. Guðmundsson        Ragna Ó. Guðmundsdóttir
28.júl     fim.        Stöng 3-4             lAnna S. Gunnarsdóttir                    Birgir K. Guðmundsson
31.júl     sun.       Stöng 1-2             Bjarni Elíasson                                Víðir Björnsson
                           lStöng 3-4             Daníel E. Ingason                           Björn Guðjónsson      
4.ágú     fim.        Stöng 1-2             Halldór Höskuldsson                      Sunna J. Einarsdóttir     
7.ágú     sun.       Stöng 1-2             Sigurbjörg H. Halldórsdóttir            Lilja S. Jónsdóttir
9.ágú     þri.         Stöng 3-4             Einar Unnsteinsson                        Vigdís B. Esradóttir
11.ágú   fim.        Stöng 3-4             Baldur S. Haraldsson                      Hildur Aradóttir
13.ágú   lau.        Stöng 3-4             Elías J. Ingimarsson                       Magnea G. Róbertsdóttir
14.ágú   sun.       Stöng 1-2             Aðalbjörg Steindórsdóttir                Pálmi Sigurðsson
                            Stöng 3-4             Ísabella B. L. Petersen                   Friðsteinn H. Guðmundsson
19.ágú  fös.         Stöng 1-2             Bjarni Þórisson                               Marta G. jóhannesdóttir
21.ágú  sun.        Stöng 1-2             Veronika Holmanová                      Guðbjörg K. Karlsdóttir
22.ágú  mán.       Stöng 1-2             Ragnhildur R. Elíasdóttir                Tryggvi I. Ólafsson
25.ágú  fim.         Stöng 1-2             Karen Ö. Haraldsdóttir                    Tómas A. Andrason
28.ágú  sun.        Stöng 1-2             Björn Hóarson                                 Hildur S. Bruun
                            Stöng 3-4             Ingi V. Ingimarsson                         Birna Ingimarsdóttir
31.ágú  mið.        Stöng 3-4             Inga Hermannsdóttir                       Krystyna Stankiewicz
4.sep    sun.        Stöng 3-4             Ásbjörn I. Magnússon                     Magnús Ö. Ásbjörnsson
5.sep    mán.       Stöng 1-2             Ingólfur Á. Haraldsson                    Franklín S. B. Sævarsson
7.sep    mið.        Stöng 3-4             Benedikt S. Pétursson                    Signý Ólafsdóttir                             
10.sep  lau.         Stöng 3-4             Arnlín Þ. Ólafsdóttir                         Magnús Rafnsson                          
13.sep  þri.          Stöng 1-2             Pavel Vichr                                     Grzegorz Kapanke
14.sep  mið.        Stöng 1-2             Petra Jaklová                                  Tomas Fisera
17.sep  lau.         Stöng 1-2             Árni Þ Baldursson                           Finnur Ólafsson               
19.sep  mán.       Stöng 1-2             Haraldur V. Ingólfsson                    Helga L. Arngrímsdóttir
20.sep  þri.          Stöng 3-4             Hjörtur C. Kristjánsson                   Zbigniew Dobczynski