Kynningarfundur - Breyting á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030/nýtt deiliskipulag í landi Ásmundarness

Kynningarfundur – Breyting á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030/nýtt deiliskipulag í landi Ásmundarness

Kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og nýs deiliskipulags í landi Ásmundarness verður haldinn á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði miðvikudaginn 13. apríl nk. kl. 16:00.

Aðalskipulagsbreytingin varðar breytingu á landnotkun á hluta jarðarinnar Ásmundarness þar sem gert er ráð fyrir 3,8 ha frístundabyggð (FS11) og 5,3 ha iðnaðarsvæði (I11) fyrir landeldi á svæði sem er skilgreint landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir frístundabyggð fyrir sjö frístundahús til skammtíma útleigu og iðnaðarsvæði fyrir landeldi á Bleikju á hluta skipulagssvæðisins með nýrri vélaskemmu og klakhúsi. Auk þess er gert ráð fyrir nýbyggingu íbúðarhúss og nýjum byggingarreit á íbúðarsvæði.

Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.

Verkstjóri óskast í unglingavinnuna á Drangsnesi

Kaldrananeshreppur óskar eftir verkstjóra í unglingavinnuna á
Drangsnesi sumarið 2022.
Starfstími verður ákveðinn í samræmi við verkstjóra, miðað er við 6 vikur sem endar þegar Bryggjuhátíð hefst eða síðustu helgina í júlí. 

Helstu verkefni og ábyrgð :
- Ber daglega ábyrgð og hefur umsjón með starfsemi unglingavinnunar 
- Vinnur markvisst að því að efla liðsheild og góðan líðan starfsfólks 
- Skráir niður vinnutíma starfsfólks og skilar til launafulltrúa 


Hæniskröfur :
- Jákvæðni 
- Sjálfstæð vinnubrögð 
- Bílpróf er kostur 

Umsóknum skal senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Allar nánari upplýsingar veitir oddviti, Finnur Ólafsson í síma 775-3377

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022

Kjörskrá Kaldrananeshrepps fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 mun liggja frammi í Búðinni á Drangsnesi frá 11. apríl til 13. maí næstkomandi. 

Athugasemdir vegna kjörskrár skulu berast sveitarstjórn fyrir 13. maí 2022.

Starfsmaður óskast við Sundlaugina á Drangsnesi

Sundlaugin á Drangsnesi óskar eftir starfsmanni aðra hvora helgi. 

Vinnutími er á föstudögum frá 15.00 til 18.00, laugardögum & sunnudögum frá 13.00 til 17.00. 

Umsóknum skal senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Allar nánari upplýsingar veitir oddviti, Finnur Ólafsson í síma 775-3377

Fundur um orkumál á Vestfjörðum

Þriðjudaginn 22. mars verður haldinn fundur með starfshóp um orkumál á Vestfjörðum. 

Fundurinn verður öllum opinn og hefst klukkan 18:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík.

Hvetjum sem flesta til að mæta & kynna sér þetta mikilvæga málefni.