Framkvæmdir á Drangsnesi

grunnurFramkvæmdir eru hafnar við byggingu nýja gistihússins þeirra Valgerðar og Ásbjörns á Drangsnesi. Búið að taka grunninn og verið að undirbúa að slá upp fyrir grunni. Gert er ráð fyrir að steypa grunninn nú alveg a næstu dögum. 

Verkalýðsfélag Vestfirðinga gefur fjölþjálfa í Sundlaug Drangsness.

fjolFyrr í vetur gaf Verkalýðsfélag Vestfirðinga sundlauginni á Drangsnesi nýjan fjölþjálfa til þrekþjálfunar.Formleg afhending fór fram í dag þegar Eva K. Reynisdóttir afhenti forstöðumanni sundlaugarinnar Tryggva Ólafssyni gjafabréf fyrirfjölþjálfanum frá verkalýðsfélaginu.  Þetta er mjög fullkomið tæki og gott. Má segja að með tilkomu hans sé kominn góður vísir að þreksal í húsnæði sundlaugarinnar en þar er einnig hlaupabretti og lítill lyftingabekkur. Ágæt aðsókn hefur verið í þreksalinn undanfarið og komast stundum færri að en vilja.

Mikill framkvæmdahugur á Drangsnesi

asbjorn_kynnirGistirými á Drangsnesi ríflega tvöfaldast í sumar þegar nýja gistihúsið að Grundargötu 17 tekur til starfa. Hjónin Valgerður Magnúsdóttir og Ásbjörn Magnússon sem reka gistihúsið Malarhorn á Drangsnesi og kaffihúsið Malarkaffi ætla að byggja nýtt gistihús í sumar. Var íbúum boðið til kynningar á kaffihúsið Malarkaffi vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Og fylgdi kynningunni kaffi og nýbakaðar vöfflur með rjóma.
 

Nánar: Mikill framkvæmdahugur á Drangsnesi

Grásleppusetur

gr_fundur2Drangsnesingar hafa oft haldið því framm bæði í gammni og alvöru að þeir hafi fundið upp grásleppuna þá skrítnu skepnu. Hvort eitthvað sé til í því skal látið liggja á milli hluta en vinnsla grásleppuhrogna til útflutnings hófst á Drangsnesi fyrir miðja síðustu öld.  Alltaf hafði þó eitthvað verið veitt til matar víða um land fyrir þann tíma.

Nánar: Grásleppusetur

Sleðakappar á Trékyllisheiði

eftirleitir_1Nokkrir sleðakappar, Ingólfur Árni, Sölvi Þór, Steinar Þór, Smári Vals, Atli Sigurðsson og Örvar Ólafsson fóru á snjósleðum fram Trékyllisheiði að gá að kindum sem var vitað um að voru þarna frá því í haust.

Nánar: Sleðakappar á Trékyllisheiði