Fréttatilkynning:

Stofnun Hollvinafélags Gvendarlaugar hins góða í Bjarnarfirði
 
gvendarlaugSunnudaginn 20. júlí næstkomandi verður formlega stofnað Hollvinafélag Gvendarlaugar hins góða í Bjarnarfirði á Ströndum í minningu þeirra framsýnu eljumanna sem fyrir réttum 60 árum tókust á hendur það þrekvirki að byggja í sjálfboðavinnu sundlaug fyrir eigin fjármuni í þessu fámenna byggðarlagi.
 

Nánar: Fréttatilkynning:

Kvæðaperlur úr Kaldrananeshreppi

Ljóðabókin Kvæðaperlur úr Kaldrananeshreppi er komin út. Í bókinni eru ljóð og vísur eftir 24 höfunda sem allir hafa átt heima í Kaldrananeshreppi einhvern tímann á lífsleiðinni. 

Nánar: Kvæðaperlur úr Kaldrananeshreppi

Dagskrá Bryggjuhátíðar 2008

Nú er farið að styttast í Bryggjuhátíð á Drangsnesi. Vinnukvöld á hverju
kvöldi og mikið gaman þó auðvitað sé pínulítið stess því allir vilja að allt
sé orðið fínt þegar hátíðin gengur í garð.

 

Nánar: Dagskrá Bryggjuhátíðar 2008

Undirbúningur fyrir Bryggjuhátíð

Bryggjuhátíðarundirbúningur er í fullum gangi og margir sem þar koma við
sögu.

bryggju1bryggju2

Nánar: Undirbúningur fyrir Bryggjuhátíð

Framkvæmdir

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á nýju gistihúsi á Drangsnesi. Þetta
er viðbót við gistihúsið Malarhorn sem Ásbjörn og Valgerður  reka. Miklar
tafir hafa orðið á afhendingu hússins sem er eingingahús frá Eistlandi og
átti að vera komið í rekstur núna. En nú er húsið loksins komið og gengur
mjög vel að reisa það.
29.06.08-malarhorn-1