Nýr bátur í flota Drangsnesinga

simmaGóða veðrið lék við Strandamenn í dag þegar nýr bátur bættist við íflota Drangsnesinga. Simma St 7 er 18,5 brt. plastbátur og verður gerð út álínu og netaveiðar. Eigandi og útgerðaraðili bátsins er Borg ehf Drangsnesi

Þorrablót á Drangsnesi

Þorrablótið á Drangsnesi verður að þessu sinni með rómantísku ívafi á sjálfan Valentínusardag, 14. febrúar.
Nefndin

Bilun í ISDN kerfi símans

Bilun er í símstöð Símans á Drangsnesi. Allir sem notast við ISDN tæknina eru þar með sambandslausir. Þar með má telja Kaupfélagið, Grunnskólann, Sundlaugina, Fiskvinnsluna Drang og fleiri. Síminn segir að viðgerðarmenn séu á leiðinni. Skrifað í hádeginu, 18. september.

Vika símenntunar

vikasimenntunar

 

Vika símenntunar verður í níunda sinn 22.-28. september 2008. Markmið viku símenntunar er að auka símenntun í atvinnulífinu og hvetja fólk til að leita sér þekkingar alla ævi. Í viku símenntunar 2008 er lögð áhersla á fræðslu í fyrirtækjum og sem fyrr að ná til þeirra sem hafa litla formlega menntun.

Nánar: Vika símenntunar

Fréttatilkynning frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða

fv Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða fyrir veturinn 2008 - 2009 er kominn út. Hann hefur verið settur á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar www.frmst.is og verður honum dreift í öll hús á Vestfjörðum næstu daga.

Nánar: Fréttatilkynning frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða