Um háhraðanet á Vestfjörðum

fjarskiptasjodurUndirritaður hringdi í starfmenn fjarskiptasjóðs til að fá upplýsingar um stöðu uppbyggingu háhraðanetsins. Þau svör fengust að eingöngu væri búið að tengja til reynslu tvo staði á Hólum í Hjaltadal. Að öðru leyti er staðan þannig að Síminn er að gera verkáætlun og velja tækni til að tengja þessa staði. Nánar er ekki hægt að fá upplýsingar þar eð áætlunin er ekki fullkláruð ennþá. En, samkvæmt samningi fjarskiptasjóðs við Símann, á að vera búið að tengja Vestfirði, Norðurland, Norðurland Eystra og Austfirði innan tólf mánaða frá undirskrift samningsins, sem var 25.02.2009. Allt landið á svo að vera tengt innan 18 mánaða. Verð þjónustunnar á að vera sama og verð ADSL tengingar í þéttbýli fyrir sömu bandbreidd (t.d. 2Mb eða 6Mb). Þó að tengingin verði yfir 3G (farsíma- og gagnaflutningsnet) þurfum við ekki að hafa áhyggjur af hærri verðlagningu með minna innföldu gagnamagni eins og raunin er með þá þjónustu. Þessar upplýsingar fengust frá Ottó V. Winther hjá fjarskiptasjóði í morgun.
Baldur Jónasson Bæ 3