- Details
-
Fimmtudagur, 26 mars 2009 15:36

Þó vindar blási og enn megi búast við hinum ýmsu hretum vetrarins eru ýmsar vísbendingar um að vorið komi nú þrátt fyrir allt. Eitt öruggt merki um hækkandi sól og breiðara bros er vorboðinn ljúfi –sjáfur rauðmaginn. Grásleppuvertíðin er að hefjast og þó ekkert sé víst í þeim efnum frekar en öðrum þá lofar fyrsta umvitjum í rauðmaganetin góðu. Grásleppubáturinn Sigurey frá Drangsnesi lagði 23 rauðmaganet, vitjaði um eftir 5 nætur og fékk um 800 rauðmaga.