Bilun í ISDN kerfi símans

Bilun er í símstöð Símans á Drangsnesi. Allir sem notast við ISDN tæknina eru þar með sambandslausir. Þar með má telja Kaupfélagið, Grunnskólann, Sundlaugina, Fiskvinnsluna Drang og fleiri. Síminn segir að viðgerðarmenn séu á leiðinni. Skrifað í hádeginu, 18. september.