Undirbúningur fyrir Bryggjuhátíð

Bryggjuhátíðarundirbúningur er í fullum gangi og margir sem þar koma við
sögu.

bryggju1bryggju2

Á föstudagkvöld var vinnukvöld og var vel mætt og miklu komið í verk.
Kvöldið byrjaði á að æfa sig á nýjung sem nota á við sjávarréttasmakkið á
Bryggjuhátíðinni þann 19.júlí n.k Þetta er stór gaspanna Muurikki sem við
höfum að láni. Æfingin skapar meistarann og því kom fólk með kvöldmatinn
sinn að Samkomuhúsinu Baldri og eldaði saman á pönnunni góðu. Pannan virkaði
flott bæði fyrir fisk og kjöt en ekki síður til samveru og verður kynning á
henni á Bryggjuhátíðinni. Eftir matinn var vinnugleðin allsráðandi og
ótrúlega margt sem gert var. Þegar margir taka höndum samam má vinna
heilmikið á ekkert svo löngum tíma og hafa gaman af í leiðinni.

Kveðja Jenný