Álagning fasteignagjalda 2023
- Details
- Fimmtudagur, 23 febrúar 2023 15:51
Álagningaseðlar fasteignagjalda 2023 verða aðgengilegir á island.is í kvöld 23.02.2023 eða annað kvöld 24.02.2023.
Álagning fasteignagjalda er reiknuð út frá fasteignamati húss og lóðar. Á seðlunum koma fram fjárhæðir fasteignaskatts, lóðarleigu, vatnsgjalds og fráveitugjalds auk sorphirðugjalds.
Hvernig nálgast ég Álagningarseðilinn minn?
- Ferð inná www.island.is
- Skráir þig inn á "mínar síður"
- Smellir á "Pósthólf - er bréf til þín?"
- Þar er smellt á "Álagningarseðill fasteignagjalda 2023" sem er að finna þar í listanum.
- Þar er hægt að hlaða álagningarseðli niður sem pdf eða prenta hann út.
Ef einhver vandamál koma upp er hægt að leita til skrifstofu Kaldrananeshrepps og senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..