Sveitarstjórnarfundur var haldinn 16. febrúar 2023

Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 10. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ísabella Benediktsdóttir, Hildur Aradóttir, Arnlín Þ. Óladóttir og Franklín B. Ævarsson.


Oddviti setti fund kl. 20:00.
Hildur Aradóttir ritar fundargerð á tölvu.
Oddviti leitar afbrigða sbr. liður 16.


Dagskrá 10.  fundar:

 1. Fundargerð 9. sveitarstjórnarfundar 28.12.2022
 2. Fundargerðir nefnda
 3. Aðrir fundir
 4. Sérhæfð velferðarþjónusta á Vestfjörðum – Fyrri umræða
 5. Hafnarreglugerð Drangsneshafnar
 6. Deiliskipulag Ásmundarness 
 7. Aðalskipulag Kaldrananeshrepps
 8. Beiðni um leiguíbúð í hreppnum
 9. Beiðni um lóð í hreppnum
 10. Endurmat á náttúruhamfaratryggingu
 11. Beiðni um notkun Bjarnarfarðarleirs
 12. Fulltrúi Kaldrananeshrepps í vatnasvæðanefnd
 13. Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 14. Styrktarbeiðni GoRed
 15. Styrktarbeiðni SÍBS
 16. Leyfi frá setu í sveitarstjórn


Fundargerð:

 1. Fundargerð 9. sveitarstjórnarfundar 28.12.2022.
  Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
  Fundargerð lögð fram til kynningar.

 2. Fundargerðir nefnda
  Engar fundargerðir lágu fyrir.

 3. Aðrir fundir
  1. Fundargerð 143. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, 02.02.2023.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  2. Fundargerð 111. Fundar samstarfsnefndar og Sambands íslenskra sveitarfélaga, 09.02.2023.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  3. Fundargerð stjórnar Sorpsamlags Strandasýslu, 12.01.2023.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  4. Fundargerð stjórnar Sorpsamlags Strandasýslu, 13.02.2023.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  5. Samband íslenskra sveitarfélaga, 917. fundur stjórnar, 20.01.2023.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  6. Samband íslenskra sveitarfélaga, 918. fundur stjórnar, 27.01.2023.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.

 4. Sérhæfð velferðarþjónusta á Vestfjörðum – Fyrri umræða
  Lög um breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002 tóku í gildi í lok maí þessa árs en helstu breytingar þess eru að umdæmi barnaverndarþjónustu skal vera í það minnst 6.000 íbúar og hafa yfir að skipa sérhæfðu starfsfólki í það minnsta tveim stöðugildum. Að auki þarf að hafa aðgang að félagsráðgjafa, sálfræðingi, lögfræðingi og einum starfsmanni með annars konar uppeldismenntun.

  Fjórðungsþing Vestfirðinga fól stjórn að skipa starfshóp um aukið samstarf í velferðarþjónustu á Vestfjörðum . Starfshópurinn hefur nú lagt fram drög að samningi að sérhæfðri velferðarþjónustu á Vestfjörðum og tillögu að samstarfi sveitarfélaga á Vestfjörðum.

  Tillögur starfshóps lagðar fyrir.
  Drög að samningi og tillaga að samstarfi afgreidd til síðari umræðu.
  Borið upp og samþykkt.

 5. Hafnarreglugerð Drangsneshafnar
  Sveitarstjórn tekur hafnarreglugerð Drangsneshafnar við Steingrímsfjörð nr. 198/1974 til yfirferðar. Reglugerðin er komin til ára sinna og ákvæði hennar því endurskoðuð.

  Ný hafnarreglugerð lögð fram til kynningar.
  Þjónustufulltrúa falið að bregðast við.
  Borið upp og samþykkt samhljóða.

 6. Deiliskipulag Ásmundarness
  Í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunnar vegna deiliskipulags Ásmundarness gera náttúrulegar aðstæður það að verkum að ekki er unnt að uppfylla fjarlægðarkröfu skipulagsreglugerðarinnar frá stofn- og tengivegum og frá vatni, ám og sjó.

  Fer sveitarstjórn því fram á undanþágu frá gr. 5.3.2.5., lið d. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um fjarlægð frá stofn- og tengivegum og gr. 5.3.2.14. er varðar skipulag við vötn, ár og sjó.

  Sveitarstjórn staðfestir að sótt verði um undanþágu frá ákvæðum 5.3.2.5., lið d. og 5.3.2.14. á grundvelli undanþáguheimilda í reglugerð.
  Þjónustufulltrúa falið að bregðast við.
  Borið upp og samþykkt samhljóða.

  Sveitarstjórn samþykkti þann 12.apríl 2022 að auglýsa tillögu að aðalskipulagi og deiliskipulagi í landi Ásmundarness sem er bújörð við fjarðarbotn í Bjarnarfirði, milli Hallardalsár og Deildarár í samræmi við 31.gr. og 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Sveitarstjórn samþykkti þann 19.september 2022 að staðfesta framlagða tillögu að deiliskipulagi sem að var í framhaldi send til Skipulagsstofnunnar til staðfestingar.
  Vegna ágalla á ferli málsins var deiliskipulag Ásmundarness endurbætt og lagt fyrir sveitarstjórn á ný þann 16. febrúar 2023.

  Sveitarstjórn hefur yfirfarið endurbætt deiliskipulag Ásmundarness en breytingar voru gerðar 16. janúar sl. og staðfestir tillögu að deiliskipulagi.

  Þjónustufulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun til staðfestingar.
  Borið upp og samþykkt.

 7. Aðalskipulag Kaldrananeshrepps
  Nú stendur yfir endurskoðun á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps og vill sveitarstjórn gefa landeigendum kost á því að koma á framfæri breytingum á landnotkun og/eða öðrum athugasemdum við gildandi aðalskipulag.

  Bréf til landeigenda í Kaldrananeshreppi lagt fyrir.
  Sveitarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að endurskoðun á aðalskipulagi þar á meðal að upplýsa landeigendur um fyrirhugaða vinnu.
  Borið upp og samþykkt.

  Sveitarstjórn samþykkir að setja í auglýsingu breytingar á aðalskipulagi í landi Hveravíkur vegna breytinga á landnotkun.
  Þjónustufulltrúa falið að bregðast við.
  Borið upp og samþykkt.

 8. Beiðni um leiguíbúð í hreppnum
  Hreppnum barst ein umsókn þar sem óskað var eftir leiguíbúð í hreppnum.

  Sveitarstjórn tekur vel í umsóknina og mun leita lausna.
  Borið upp og samþykkt.

 9. Beiðni um lóð í hreppnum
  Óskað er eftir því að fá leigða lóð, Grundargötu 13 á Drangsnesi undir íbúðarhús.

  Sveitarstjórn samþykkir að úthluta Grundargötu 13 með ábendingu á ofanflóðahættu sem er skilgreind á svæðinu. Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna að þátttöku vegna þeirra kvaða.
  Þjónustufulltrúa falið að bregðast við.
  Borið upp og samþykkt.

 10. Endurmat á náttúruhamfaratryggingu
  Náttúruhamfaratrygging Íslands kynnir endurmat vegna mannvirkja sem skylt er að vátryggja hjá NTÍ.

  Lagt fram til kynningar.
  Oddvita falið að tryggja rétta skráningu.
  Borið upp og samþykkt.

 11. Beiðni um notkun Bjarnarfjarðarleirs
  Óskað er eftir því að vinna með leir sem finna má í Bjarnarfirði en til dæmis væri hægt að halda námskeið og setja á fót rannsóknarstofu. Markmið með verkefninu væri að nýta þann auð sem býr í jörðinni, kynna leirinn fyrir umheiminum og gera hann aðgengilegan.

  Sveitarstjórn samþykkir beiðnina og felur þjónustufulltrúa að bregðast við.
  Borið upp og samþykkt samhljóða.

 12. Fulltrúi Kaldrananeshrepps í vatnasvæðanefnd
  Umhverfisstofnun óskar eftir því að sveitarstjórn skipar fulltrúa hreppsins ásamt varamanni í vatnasvæðanefnd sem starfar vegna framkvæmdar laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og 6. gr. reglugerðar 535/2011 um stjórn vatnamála.

  Sveitarstjórn skipar Finn Ólafsson, oddvita fulltrúa hreppsins og Hildi Aradóttur, varaoddvita til vara.
  Þjónustufulltrúa falið að upplýsa Umhverfisstofnun.
  Borið upp og samþykkt.

 13. Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  Samband íslenskra sveitarfélaga útbjó minnisblað til sveitarfélaga vegna álits Umboðsmanns Alþingis 11. október 2022 og úrskurðar Dómsmálaráðuneytisins 11. janúar 2023.

  Markmið minnisblaðsins er að varpa ljósi á réttarstöðu sveitarfélaga þegar beiðnir um smölun berast sveitarfélögum vegna ágangs búfjár milli landareigna og jafnframt frá afrétti.
  Minnisblað lagt fram til kynningar.

 14. Styrktarbeiðni GoRed
  Hreppnum barst fyrirspurn frá GoRed sem vinnur við að koma á fót sjóði og veita úr honum styrki til einstaklinga eða hópa í því augnamiði að efla rannsóknir á sviði hjarta- og æðasjúkdóma.

  Kannaður er áhugi sveitarfélagsins fyrir því að styrkja verkefni þeirra með birtingu merkis að upphæð 10.000kr.- eða kveðju í formi styrktarlínu að upphæð 25.000kr.-

  Beiðni lögð fyrir.
  Sveitarstjórn ákveður að samþykkja ekki beiðni GoRed.
  Borið upp og samþykkt.

 15. Styrktarbeiðni SÍBS
  Hreppnum barst fyrirspurn frá SÍBS þar sem athugað er hvort áhugi væri fyrir því að styrkja það forvarnar- og endurhæfingarstarf sem SÍBS stendur fyrir.

  SÍBS á og rekur endurhæfingarmiðstöðina Reykjalund sem um 50 þúsund Íslendingar hafa notið góðs af.

  Beiðni lögð fyrir.
  Sveitarstjórn ákveður að samþykkja ekki beiðni SÍBS.
  Borið upp og samþykkt.

 16. Leyfi frá setu í sveitarstjórn
  Erindi hefur borist frá Halldóri Loga Friðgeirssyni þar sem hann óskar eftir ótímabundnu leyfi frá setu í sveitarstjórn.

  Sveitarstjórn samþykkir umrædda beiðni.
  Borið upp og samþykkt.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 23:25