Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 2.mgr. 36.gr skipulagslaga nr. 123/2010
- Details
- Mánudagur, 21 nóvember 2022 10:15
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkti á fundi sínum sem haldinn var þann 12. apríl 2022, óverulega breytingu á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010 - 2030.
Breytingin tekur til breyttrar landnotkunar í landi Ásmundarness, landnúmer 141738.
Ástæða breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur til útaf nýju deiliskipulagi á bújörð við fjarðarbotn í Bjarnarfirði, milli Hallardalsár og Deildarár þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð (FS11) og Iðnaðarsvæði (I11) á svæðinu.
Það er niðurstaða Sveitastjórnar Kaldrananeshrepps að um óverulega breytingu aðalskipulags sé að ræða og er breytingin auglýst í samræmi við 2. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Hægt er að skoða ofangreinda aðalskipulagsbreytingu á vefsíðu Skipulagsstofnunnar (í þessum hlekk): www.tinyurl.com/asmundarnes