Álagningarseðlar fasteignagjalda
- Details
- Föstudagur, 21 október 2022 10:51
Kaldrananeshreppur fékk fyrirspurn varðandi birtingar á Álagningarseðlum fasteignagjalda en seðlarnir eru ekki lengur sendir út með bréfi og birtast nú á vefsíðunni Island.is. Allt fyrir umhverfið!
Hvernig nálgast ég Álagningarseðilinn minn?
- Ferð inná www.island.is
- Skráir þig inn á "mínar síður"
- Smellir á "Pósthólf - er bréf til þín?"
- Þar er smellt á "Álagningarseðill fasteignagjalda 2022" sem er að finna þar í listanum.
- Þar er hægt að hlaða álagningarseðli niður sem pdf eða prenta hann út.
Ef einhver vandamál koma upp er hægt að leita til skrifstofu Kaldrananeshrepps og senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..