Sveitarstjórnarfundur var haldinn 19. október 2022

Miðvikudaginn 19. október 2022 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 5. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Halldór Logi Friðgeirsson Hildur Aradóttir, Arnlín Óladóttir og Franklín B. Ævarsson.

Oddviti setti fund kl. 20:00.
Hildur Aradóttir ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá 5. fundar:

 1. Fundargerð 4. sveitarstjórnarfundar 19.09.2022.
 2. Fundargerðir nefnda
 3. Aðrir fundir
 4. Umsögn Skipulagsstofnunnar varðandi beiðni um undanþágu
  frá ákvæði reglugerðar nr. 5.3.2.5.
 5. Veita Klúkulóða
 6. Umsókn um stöðuleyfi
 7. Skipan áheyrnafulltrúa í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga
 8. Eftirlitsskýrsla frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
 9. Tilboð Sekretum varðandi stjórntæki persónuverndar
 10. Tilboð um upplýsingamiðlun frá Sýslið verkstöð ehf.
 11. Beiðni Sjálfsbjargar
 12. Beiðni Landssambands lögreglumanna
 13. Áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara
 14. Beiðni Kvennaathvarfsins
 15. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands

 

Fundargerð:

 1. Fundargerð 4. sveitarstjórnarfundar 19.09.2022.
  Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
  Fundargerð lögð fram til kynningar.

 2. Fundargerðir nefnda
  1. Fundur Fræðslunefndar 17.10.2022.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
   Sveitarstjórn bókar í samræmi við vilja Fræðslunefndar í lið þrjú, að það er stefna sveitarstjórnar að hefja aftur rekstur leikskóla á Drangsnesi í ágúst 2023.
   Borið upp og samþykkt samhljóða.

 3. Aðrir fundir
  1. Fundargerð 20. Samráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 20.09.2022.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir
  2. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, 140. fundur heilbrigðisnefndar, 29.09.2022.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  3. Aðalfundur Félagsþjónustu Stranda- og Reykhólahrepps, 15.09.2022
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  4. Samband íslenskra sveitarfélaga, 913. fundur stjórnar, 28.09.2022.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.

 4. Umsögn Skipulagsstofnunnar varðandi beiðni um undanþágu frá ákvæði reglugerðar nr. 5.3.2.5.
  Kaldrananeshreppi barst umsögn Skipulagsstofnunnar varðandi beiðni um undanþágu frá ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 5.3.2.5. vegna fjarlægar frá vegi í landi Ásmundarness.

  Þjónustufulltrúi sendi Innviðaráðuneytinu bréf þann 29. september sl. um beiðni um undanþágu frá gr. 5.3.2.5., lið d. í skipulagsreglugerð nr.90/2013 um fjarlægð bygginga frá stofn- og tengivegum og óskaði ráðuneytið eftir umsögn Skipulagsstofnunnar.

  Rök hreppsins eru að náttúrulegar aðstæður gera það að verkum að ekki er unnt að uppfylla fjarlægðarkröfu skipulagsreglugerðar frá stofn- og tengivegum og að í ljósi þess að Vegagerð gerir ekki athugasemd við deiliskipulag Ásmundarness.

  Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd að undanþága verði veitt vegna fjarlægðar.

  Umsögn lögð fram til kynningar.

 5. Veita Klúkulóða
  Oddviti gerir grein fyrir tilboðum í kaldavatns- og heitavatnsrör sem part af veitukerfi Klúkulóða í Bjarnarfirði. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðum frá Ísrör ehf. að upphæð 4.400.439kr.- með vsk.
  Sveitarstjórn ákveður að setja á fjárhagsáætlun 2023 framkvæmdir vegna innviða á Klúkulóðum.

  Veita Klúkulóða lögð fram til kynningar.
  Oddvita falið að bregðast við.
  Borið upp og samþykkt samhljóða.

 6. Umsókn um stöðuleyfi
  Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 20 feta gám við Aðalbraut 8 á Drangsnesi.

  Sveitarstjórn tekur vel í beiðnina en með skilyrðum.
  Sveitarstjórn vísar beiðni til Byggingar-, skipulags- og umhverfisnefndar.

 7. Skipan áheyrnafulltrúa í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga
  Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga þann 26. september sl. var lögð fram til kynningar staðfest þinggerð 67. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti. Á þinginu var kjörin ný stjórn og varastjórn Fjórðungssambandsins til næstu tveggja ára.

  Stjórn Fjórðungssambandsins fól sviðsstjóra að bjóða sveitarstjórnum sem ekki eiga fulltrúa í stjórn sambandsins að tilnefna áheyrnafulltrúa á fundum stjórnar og aðgengi að gögnum stjórnarfunda.

  Sveitarstjórn tilnefnir oddvita hreppsins sem áheyrnafulltrúa Kaldrananeshrepps í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga.
  Borið upp og samþykkt.

 8. Eftirlitsskýrsla frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
  Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða lögð fram til kynningar og umræðu þar sem við á.

  Eftirlitsskýrsla greinir frá því að skoðuð var aðstaða á tjaldsvæði Drangsness og leiktæki þann 18. júlí síðastliðinn. Losunarstaður er fyrir ferðasalerni en laga þarf undirlag og vökvaheldni.

  Skýrsla lögð fram til kynningar.

 9. Tilboð Sekretum varðandi stjórntæki persónuverndar
  Sekretum sendi Kaldrananeshreppi tilboð varðandi stjórntæki persónuverndar en fyrirtækið hefur veitt fjölda fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga ráðgjöf varðandi persónuverndarmál. Sekretum sinnir einnig hlutverki persónuverndarfulltrúa víða á landinu.

  Sekretum vill því bjóða hreppnum aðgang að nýju kerfi til að stjórna persónuverndarmálum sveitarfélagsins. Með því að nota kerfið losnar sveitarfélagið t.d. við að notast við vinnsluskrá og áhættumat í Excel og öll gögn sem viðkoma persónuvernd eru á einum stað.

  Grunnáskrift að kerfinu ásamt persónuverndarfulltrúa kostar 9.450kr.- (með vsk.) á mánuði en ef greitt er fyrir árið er gjaldið 89.400kr.- (með vsk.) eða 7.450kr.- á mánuði.

  Tilboð lagt fram til kynningar.
  Sveitarstjórn ákveður að hafna tilboðinu að svo stöddu og ætlar að taka málið til frekari athugunar.
  Borið upp og samþykkt.

 10. Tilboð um upplýsingamiðlun frá Sýslið verkstöð ehf.
  Sýslið verkstöð býðst til þess að sjá um upplýsingamiðlun fyrir Kaldrananeshrepp 2022-2023 á vefsíðunni strandir.is á heilsársgrundvelli í gegnum vefsíðu sem og net- og símaþjónustu gegn mánaðarlegu gjaldi.

  Verkefnið er drifið áfram af vöntun um betra upplýsingaflæði fyrir Strandir og vilja Strandafólks til þess að hafa betra aðgengi að upplýsingum um svæðið, sem og vettvang til að sýna hvað Strandir hafa upp á að bjóða og hvað sé vel gert á svæðinu.

  Tilboð lagt fram til kynningar.
  Sveitarstjórn tekur vel í hugmyndina og felur oddvita að kanna aðra möguleika að þjónustuleiðum hjá Sýslið verkstöð ehf.
  Borið upp og samþykkt.

 11. Beiðni Sjálfsbjargar
  Kaldrananeshreppi barst beiðni frá Sjálfsbjörg um ,,lógó“ auglýsingu eða styrktarlínu frá hreppnum í Klifur, tímarit Sjálfsbjargar. Fjallað verður um aðgengisfulltrúa sveitarfélaganna, Römpum upp Ísland verkefnið og nýtt samtarf Sjálfsbjargar, ÖBÍ og Ferðamálastofu um gott aðgengi að ferðamannastöðum.

  ,,Lógó“ auglýsingin kostar 29.000kr.- og styrktarlínurnar 10.000kr.- Tímaritið verður gefið út í 3.000 eintökum, prentað á fallegan pappír og dreift til allra helstu hagsmunaaðila í málefnum hreyfihamlaðra á Íslandi.

  Beiðni lögð fram til kynningar.
  Sveitarstjórn ákveður að samþykkja ekki beiðni Sjálfsbjargar.
  Borið upp og samþykkt.

 12. Beiðni Landssambands lögreglumanna
  Hreppnum barst beiðni frá Landssambandi lögreglumanna en þau gefa út blaðið Lögreglumaðurinn þar sem fjallað er um málefni lögreglunnar, reynsluheim lögreglumanna, starfsumhverfi þeirra, kjarasamninga og ýmislegt fleira.
  Vonast er eftir því að hreppurinn taki þátttöku í Lögreglumanninum en hægt er að kaupa margskonar auglýsingar sem sýndar verða í blaðinu sem og kveðju til lögreglumanna.

  Beiðni lögð fyrir.
  Sveitarstjórn ákveður að verða ekki við beiðninni.
  Borið upp og samþykkt.

 13. Áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara
  Félag atvinnurekanda, Húseigendafélagið og Landssamband eldri borgara skora á ríki og sveitarfélög að grípa til aðgerða til að hindra að gífurlegar verðhækkanir á fasteigamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja.

  Fasteignamat ársins 2023 er 19,9% hærra en ársins 2022 en án aðgerða af hálfu sveitarfélaganna mun sú hækkun leiða til samsvarandi hækkunar fasteignaskatta og gjalda.

  Áskorun lögð fram til kynningar og rædd.

 14. Beiðni Kvennaathvarfsins
  Kaldrananeshreppi barst beiðni frá Kvennaathvarfinu sem er neyðarhvarf fyrir fjölbreyttan hóp kvenna sem opið er allan sólarhringinn. Vegna aukinnar aðsóknar og aukins framboðs á úrræðum hefur rekstrarkostnaður hækkað töluvert síðustu ár en árið 2021 hljóðaði kostnaðurinn upp á tæplegar 210 milljónir á meðan hann var tæpar 123 milljónir árið 2017.

  Því óskar Kvennaathvarfið eftir rekstrarstyrk fyrir árið að fjárhæð 200.000kr.-

  Beiðni lögð fram til kynningar.
  Sveitarstjórn ákveður að samþykkja ekki beiðni Kvennaathvarfsins.
  Borið upp og samþykkt.

 15. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands
  Stjórn Skógræktarfélags Íslands skorar á sveitarstjórnir landsins til þess að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu. Sveitarfélög eru að auki hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdarleyfa vegna skógræktar.

  Bréf lagt fram til kynningar.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 21:46