Fjallskilaseðill og réttir 2022

Kaldrananeshreppur hefur nú gefið út fjallskilaseðil fyrir árið 2022 og er hann birtur hér. 


Seðillinn verður einnig hengdur upp í Búðinni á Drangsnesi en vegna umhverfissjónarmiðs verður hann ekki sendur í hús. 


Samþykkt var á fundi Fjallskilanefndar að fyrri leitir fari fram föstudaginn 23. september og réttað verður laugardaginn 24. september. 

Allir eru velkomnir að koma og hjálpa til við leitir, njóta góðrar útivistar í fallegu umhverfi og góðum félagsskap. 

 

Fjallskilaseðill_2022.pdf