Breyting á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og nýtt deiliskipulag
- Details
- Þriðjudagur, 26 júlí 2022 20:34
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12.apríl 2022 sl. að auglýsa tillögur að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýju deiliskipulagi í landi Ásmundarness sem er bújörð við fjarðarbotn í Bjarnarfirði, milli Hallardalsár og Deildarár í samræmi við 31.gr. og 41.gr.skipulags laga nr. 123/2010.
Um er að ræða breytingu á landnotkun þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð (FS11) og Iðnaðarsvæði (I11) á svæðinu. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir sjö frístundahúsalóðum á svæði sem er 3,8 ha og iðnaðarsvæðið sem er 5,3 ha að stærð.
Skipulagstillagan verður til sýnis í húsnæði Verslunarfélagsins á Drangsnesi og á heimasíðu Kaldrananeshrepps, drangsnes.is.
Hver sá sem telur sig eiga hagsmuni að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillögurnar og gera athugasemdir við þær. Athugasemdum skal vinsamlegast skilað til skrifstofu Kaldrananeshrepps að Holtagötu, 520 Drangsnesi eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fyrir 9. september 2022.
Arwa Alfadhli,
Skipulagsfulltrúi Kaldrananeshrepps.
--------------
Breyting_á_aðalskipulagi_Kaldrananeshrepps_2010_-_2030.pdf
Deiliskipulag_í_landi_Ásmundarness_Kaldrananeshreppi_og_Strandasýslu.pdf