Lögreglan á Vestfjörðum auglýsir lausa stöðu héraðslögreglumanns

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum auglýsir lausa stöðu héraðslögreglumanns við embættið, með starfsstöð á Hólmavík.  Æskilegt er að umsækjendur séu búsettir í Strandabyggð, Kaldraneshreppi eða Reykhólasveit.

Hlutverk héraðslögreglumanna er að gegna almennum löggæslustörfum, þegar á þarf að halda, og vinna undir stjórn lögreglumanna.

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landsambands lögreglumanna. Um er að ræða tímavinnu á álagstímum.

Umsóknarfrestur er til og með 15.07.2022

Hlekkur á auglýsingu um starf héraðslögreglumanns:
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/laus-storf-a-starfatorgi/auglysing/?id=29372

Hlekkur til að sækja um starf héraðslögreglumanns:
https://radningarkerfi.orri.is/?s=29372&oj_Router=1N4IgTg9hAuIFwgPwGcC8AmAnAZgOzpAF8g