Sveitarstjórnarfundur var haldinn 4. maí 2022

Sveitarstjórnarfundur 4. maí 2022

Miðvikudaginn 4. maí 2022 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 40. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Margrét Ólöf Bjarnadóttir, Bjarni Þórisson og Kristín Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Bjarni Þórisson ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá 40. fundar:

  1. Ársreikningur 2021 – Fyrri umræða
  2. Fundargerð 39. sveitarstjórnarfundar 12.4.2022.
  3. Fundagerðir nefnda
  4. Aðrir fundir
  5. Starfsmannaráðningar sveitarfélagsins
  6. Kjörskrá Kaldrananeshrepps
  7. Stjórnsýsluskoðun Kaldrananeshrepps 2021
  8. Beiðni Samkomuhússins Baldur
  9. Umsagnarbeiðni Nesvegs 5 ehf.
  10. Beiðni um leiguíbúð í hreppnum

 

Fundargerð:

  1. Ársreikningur 2021 – Fyrri umræða
    Ársreikningur Kaldrananeshrepps vegna ársins 2021 lagður fram.
    Ársreikningurinn vísað til seinni umræðu. Borinn upp og samþykktur samhljóða.

  2. Fundargerð 39. sveitarstjórnarfundar 12.4.2022
    Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Lögð fram til kynningar.

  3. Fundargerðir nefnda
    Engar fundargerðir lágu fyrir.

  4. Aðrar fundargerðir
    1. Fundargerð stjórnar Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, 11.04.2022.
      Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
    2. SÍS, 17. samráðsfundur skólateymis, fræðslustjóra og sveitarstjóra þar sem ekki eru starfandi skólaskrifstofur, 19.04.2022.
      Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
    3. Samband íslenskra sveitarfélaga, 909. fundur stjórnar, 27.04.2022.
      Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir

  5. Starfsmannaráðningar sveitarfélagsins
    Auglýst var eftir starfskrafti við Sundlaugina á Drangsnesi sumarið 2022 og bárust hreppnum sex umsóknir.

    Einnig var auglýst eftir umsjónarmanni til að vera með vinnuskólann og barst hreppnum tvær umsóknir vegna umrædds starfs.

    Umsóknir lagðar fram til kynningar.
    Halldór Logi og Margrét Ólöf víkja af fundi vegna vanhæfis.
    Sveitarstjórn ákveður að ráða Ísabellu Petersen og Sigurbjörgu Halldóru Halldórsdóttur í sundlaugina og Unni Ágústu Gunnarsdóttur í unglingavinnuna.

  6. Kjörskrá Kaldrananeshrepps
    Sveitarstjórnakosningar fara fram 14. maí næstkomandi.
    Kjörskrá Kaldrananeshrepps var lögð fram til opinberrar kynningar í tvær vikur. Sveitarfélaginu hafa ekki borist neinar athugasemdir og staðfestir sveitarstjórn Kaldrananeshrepps kjörskrána.

    Borið upp og samþykkt.

  7. Stjórnsýsluskoðun Kaldrananeshrepps 2021
    KPMG sendi sveitarfélaginu glærur vegna niðurstaða varðandi stjórnsýslu sveitarfélagsins og vinnu við endurskoðun ársreiknings fyrir árið 2021.

    Glærur lagðar fram til kynningar og rædd viðbrögð við athugasemdum. Oddviti falið að undirbúa lausnir. Borið upp og samþykkt samhljóða.

  8. Beiðni Samkomuhússins Baldur
    Samkomuhúsið Baldur hefur fest kaup á 6X5 metra gám sem er fyrirhugaður að gera aðstöðu fyrir ferðamenn betri en þar inni er hægt að elda og setið til að snæða.

    Beiðni lögð fram til kynningar.
    Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til bygginga- og skipulagsnefndar.

  9. Umsagnarbeiðni Nesvegs 5 ehf.
    Óskað er eftir umsögn vegna rekstrarleyfis Nesvegs 5 ehf. að Ásmundarnesi en sótt er um eldi fyrir 45 tonna hámarkslífmassa í seiðaeldi á regnbogasilung.

    Umsagnarbeiðni lögð fram til kynningar.
    Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn og fagnar uppbyggingu atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Borið upp og samþykkt.

  10. Beiðni um leiguíbúð í hreppnum
    Hreppnum barst umsókn þar sem óskað var eftir leiguíbúð í hreppnum.
    Oddvita falið að bregðast við umsókninni.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið klukkan 22:25