Kynningarfundur - Breyting á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030/nýtt deiliskipulag í landi Ásmundarness
- Details
- Þriðjudagur, 12 apríl 2022 15:37
Kynningarfundur – Breyting á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030/nýtt deiliskipulag í landi Ásmundarness
Kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og nýs deiliskipulags í landi Ásmundarness verður haldinn á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði miðvikudaginn 13. apríl nk. kl. 16:00.
Aðalskipulagsbreytingin varðar breytingu á landnotkun á hluta jarðarinnar Ásmundarness þar sem gert er ráð fyrir 3,8 ha frístundabyggð (FS11) og 5,3 ha iðnaðarsvæði (I11) fyrir landeldi á svæði sem er skilgreint landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir frístundabyggð fyrir sjö frístundahús til skammtíma útleigu og iðnaðarsvæði fyrir landeldi á Bleikju á hluta skipulagssvæðisins með nýrri vélaskemmu og klakhúsi. Auk þess er gert ráð fyrir nýbyggingu íbúðarhúss og nýjum byggingarreit á íbúðarsvæði.
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.