Sveitarstjórnarfundur var haldinn 16. febrúar 2022

Sveitarstjórnarfundur 16. febrúar 2022

Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 38. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Arnlín Óladóttir, Margrét Ólöf Bjarnadóttir, Bjarni Þórisson og Halldór Logi Friðgeirsson. Oddviti leitar afbrigða, bætt verður við lið 20. Skoðanakönnun.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Bjarni Þórisson ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá 38. fundar:

 1. Fundargerð 37. sveitarstjórnarfundar 20.12.2021.
 2. Fundagerðir nefnda
 3. Aðrar fundagerðir
 4. Aðalskipulagsbreyting
 5. Fundargerð verkfundar vegna grjótvarnar við höfnina
 6. Beiðni Gísla Ólafssonar
 7. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga fiskveiðiárið 2021-2022
 8. Endurskoðun á aðalskipulagi Strandabyggðar
 9. Erindi frá Strandapóstinum
 10. Beiðni Lögreglustjórans á Vestfjörðum
 11. Vegna beiðni Tálknafjarðarhrepps
 12. Beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga
 13. Fyrirspurn frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða
 14. Barnaverndarþjónusta á Vestfjörðum
 15. Kaup á hjartastuðtæki
 16. Endurmat á náttúruhamfaratryggingu
 17. Beiðni Cycling Westfjords
 18. Umsókn um leiguíbúð í hreppnum
 19. Almannavarnir og Covid 19
 20. Skoðanakönnun

 

Fundargerð:

 1. Fundargerð 37. sveitarstjórnarfundar 20.12.2021
  Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
 2. Fundargerðir nefnda
 3. Aðrar fundargerðir
  1. Fundargerð samstarfsnefndar SÍS og KVH, 01.02.2022.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  2. Fundargerð samstarfsnefndar SÍS og SNS, 15.12.2021.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  3. Fundargerð umræðufundar SÍS og HMS, 26.01.2022.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  4. SÍS, 13. samráðsfundur skólateymis, fræðslustjóra og sveitarstjóra þar sem ekki eru starfandi skólaskrifstofur, 20.12.2021.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  5. SÍS, 14. samráðsfundur skólateymis, fræðslustjóra og sveitarstjóra þar sem ekki eru starfandi skólaskrifstofur, 18.1.2022.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  6. SÍS, stöðuskýrsla nr. 18 um uppbyggingu félags- og atvinnumála, 21.01.2022.
   Skýrsla lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir
  7. Fundargerð velferðarnefndar Stranda og Reykhóla, 17.11.2021
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  8. Samband íslenskra sveitarfélaga, 905. fundur stjórnar, 14.1.2022.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  9. Samband íslenskra sveitarfélaga, 906. fundur stjórnar, 04.02.2022.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.

 4. Aðalskipulagsbreyting
  Oddviti gerir grein fyrir aðalskipulagsbreytingu en hreppnum hefur borist umsókn um breytingu á aðalskipulagi í landi Hvamms í Bjarnarfirði.

  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir og veitir jákvæða umsögn.
  Borið upp og samþykkt samhljóða.

 5. Fundargerð verkfundar vegna grjótvarnar við höfnina
  Verkfundur var haldinn 10. janúar 2022 á skrifstofu Kaldrananeshrepps varðandi grjótvörn við höfnina á Drangsnesi. Verktaki (Grjótverk ehf.) lagði fram framkvæmda- eða verkáætlun sem samþykkt hefur verið af Vegagerðinni. Einnig greinir verktaki frá því hver verkstaðan er í dag og hvað sé framundan.

  Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.

 6. Beiðni Gísla Ólafssonar
  Óskað er eftir heimild sveitarstjórnar fyrir hönd Nesvegur 5 ehf. sem fest hefur kaup á Ásmundarnesi, óskað er eftir heimild til að gera deiliskipulag fyrir jörðina, en gera þarf breytingu á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps vegna nýs deiliskipulags.

  Beiðni lögð fram til kynningar.
  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir og veitir heimild til að gera deiliskipulag fyrir jörðina og ákveður að gera aðalskipulags breytingu samhliða, þar sem hluti jarðarinnar er tekinn úr landbúnaðarnotkun og verður iðnaðar- og frístundasvæði fyrir fiskeldi og ferðaþjónustu.
  Borið upp og samþykkt samhljóða.

 7. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga fiskveiðiárið 2021-2022
  Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur, samkvæmt reglugerð nr. 919/2021 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2021-2022 úthlutað sveitarfélaginu 1.64% af heildarúthlutun.

  Úthlutun byggðakvóta lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn ákveður að halda óbreyttu fyrirkomulagi og hefur verið seinustu ár. Oddvita falið að senda rökstuðning þess efnis inn til ráðuneytis.
  Borið upp og samþykkt.

 8. Endurskoðun á aðalskipulagi Strandabyggðar
  Óskað er eftir umsögn frá Kaldrananeshreppi um skipulagslýsingu fyrir endurskoðun á aðalskipulagi Strandabyggðar. Í skipulagslýsingunni er meðal annars gert grein fyrir tildrögum og tilgangi endurskoðunar aðalskipulagsáætlunarinnar.

  Skipulagslýsing lögð fram til kynningar.
  Oddvita falið að svara umsögn. Borið upp og samþykkt.

 9. Beiðni Lögreglustjórans á Vestfjörðum
  Fyrir margt löngu sameinuðu sveitarfélögin þrjú í Strandasýslu almannavarnanefndir sínar. Umræða er því um sameiginlega almannavarnarnefnd Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps.

  Hreppnum barst því beiðni frá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum að tillagan verði tekin fyrir af hálfu hreppsnefnd.

  Beiðni tekin fyrir.
  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir og samþykkir tillöguna um sameiginlega almannavarnarnefnd Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps.
  Borið upp og samþykkt samhljóða.

 10. Erindi frá Strandapóstinum
  Hreppnum barst fyrirspurn frá ritnefnd Strandapóstsins þar sem athugað er hvort áhugi væri fyrir því að kaupa styrktarlínu að upphæð kr. 25.000 en með því væri hreppurinn að styrkja Strandapóstinn við útgáfu átthagaritsins sem hefur verið gefið út árlega í rúma hálfa öld.

  Erindi lagt fyrir.
  Sveitarstjórn ákveður að taka tilboðinu. Samþykkt samhljóða.

 11. Vegna beiðni Tálknafjarðarhrepps
  Hreppnum barst bréf frá Tálknafjarðarhreppi vegna óskar þeirra um óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga. Farið var yfir viðbrögð allra sveitarfélaganna en ljóst er að ekki er grundvöllur til þess að kalla fulltrúa þeirra saman.

  Bréf lagt fram til kynningar.

 12. Beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga
  Hreppnum barst bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem beðið er hreppinn að gera skrá yfir störf sem verkfall nær ekki til. Lög nr. 129/2020 voru sett til að tryggja að nauðsynlegasta heilbrigðis- og öryggisþjónusta við íbúa sveitarfélagsins sé veitt og lífi og heilsu þeirra sé ekki ógnað vegna verkfalls.

  Beiðni lögð fyrir.
  Oddvita falið að bregðast erindi. Borið upp og samþykkt.

 13. Fyrirspurn frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða
  Hreppnum barst fyrirspurn frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða þar sem spurst er fyrir um áhuga hreppsins að sameinast Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað um námskeið fyrir sveitarfélög. Um er að ræða endur- og símenntun fyrir starfsfólk sveitarfélagsins.

  Fyrirspurn lögð fyrir.
  Sveitarstjórn ákveður að athuga málið betur.
  Borið upp og samþykkt.

 14. Barnaverndarþjónusta á Vestfjörðum
  Umdæmisráð barnaverndar eru ný ráð sem komu inn með breytingum á barnaverndarlögum og gert er ráð fyrir því að ráðin taki til starfa 28. maí næstkomandi.

  Umdæmisráðin úrskurða um tilteknar íþyngjandi ákvarðanir sem barnaverndarþjónusta tekur:
  1. Beiting úrræða án samþykkis foreldra, sbr. 26. gr.
  2. Vistun barns utan heimilis í allt að fjóra mánuði, sbr. 27. gr.
  3. Heimild til barnaverndarþjónustu um að gera kröfu fyrir dómi um vistun barns í allt að tólf mánuði, sbr. 28. gr.
  4. Heimild til barnaverndarþjónustu um að gera kröfu fyrir dómi um forsjársviptingu, sbr. 29. gr.
  5. Umgengni í fóstri og við vistun, sbr. 74. og 81. gr

   Að baki hverju umdæmisráði skulu vera a.m.k. 6000 íbúar en ekki er hægt að fá undanþágu frá því lágmarki. Sveitarfélög verða því að taka ákvörðun um hvaða sveitafélög ætli að sameinast um umdæmisráð.

   Breytingar á barnaverndarlögum teknar fyrir.
   Sveitastjórn ákveður að vinna að málinu áfram og kanna sameiningarkosti.
   Borið upp og samþykkt.

 1. Kaup á hjartastuðtæki
  Sveitastjórn hefur óskað eftir tilboði í hjartastuðtæki Fastus ehf. kannar áhuga sveitarstjórnar fyrir kaupum á hjartastuðtæki. Ein áhrifaríkasta meðferð við hjartastoppi og sýna erlendar rannsóknir m.a. að í 13% tilvika verður hjartastopp á vinnustað.
  Fastur ehf. býður upp á margskonar hjartastuðtæki sem bæði eru notendavæn og einföld til notkunar.

  Hjartastuðtæki lögð fyrir.
  Sveitarstjórn ákveður að festa kaup á LIFEPAKCR2 alsjálfvirku hjartastuðtæki frá Fastus ehf. á kr. 300.554 m.vsk. sem staðsett verður í Bjarnarfirði, staðsetning og kennsla auglýst síðar
  Borið upp og samþykkt.

 2. Endurmat á náttúruhamfaratryggingu
  Náttúruhamfaratrygging Íslands kynnir endurmat vegna mannvirkja sem skylt er að vátryggja hjá NTÍ.

  Lagt fram til kynningar.
  Oddvita falið að tryggja rétta skráningu.
  Borið upp og samþykkt.

 3. Beiðni Cycling Westfjords
  Hreppnum barst beiðni frá Cycling Westfjords þar sem athugað er hvort áhugi væri fyrir því að fjármagna verkefni sem sett var á laggirnar til að laða hjólreiðafólk að Vestfjörðum.

  Allir þátttakendur munu fá kort af Vestfjörðum til fararinnar þar sem t.d. má finna tjaldsvæði, matvöruverslanir og sundlaugar. Fjármögnun Kaldrananeshrepps hljóðar upp á 12.000kr.-

  Beiðni lögð fyrir.
  Sveitastjórn ákveður að taka þátt í verkefninu og felur þjónustufulltrúa að svara beiðninni.
  Borið upp og samþykkt.

 4. Umsókn um leiguíbúð í hreppnum
  Hreppnum barst tvær umsóknir, þar sem óskað var eftir leiguíbúð í hreppnum.
  Oddvita falið að bregðast við umsóknum.

 5. Almannavarnir og Covid 19
  Sveitarstjórn fer yfir nýjustu sóttvarnarráðstafanir fyrir starfsemi sveitarfélaga og leggur nýjustu reglugerðir, leiðbeiningar og takmarkanir fram til kynningar.

 6. Skoðanakönnun
  Sveitastjórn ákveður að boða til skoðanakönnunar meðal íbúa sveitafélagsins til að kanna hug íbúa til sameiningar í framhaldi af íbúafundi sem fram fór í nóvember 2021. Ákveðið er að skoðanakönnunin fari fram einhverntíma á tímabilinu jan-des 2022.
  Borið upp og samþykkt.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið klukkan 22:00