Sveitarstjórnarfundur var haldinn 20. desember 2021

Sveitarstjórnarfundur 20. desember 2021

Mánudaginn 20. desember 2021 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 37. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Arnlín Óladóttir, Margrét Ólöf Bjarnadóttir, Kristín Einarsdóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Arnlín Óladóttir ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá 37. fundar:

 1. Fundargerð 36. sveitarstjórnarfundar 5.12.2021.
 2. Fundagerðir nefnda
 3. Aðrar fundagerðir
 4. Fjárhagsáætlun 2022 – Seinni umræða
 5. Beiðni vegna leikskóla.
 6. Beiðni Fjórðungssambands Vestfirðinga
 7. Almannavarnir og Covid 19

 

Fundargerð:

 1. Fundargerð 36. sveitarstjórnarfundar 5.12.2021
  Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
 2. Fundargerðir nefnda
  Tekið fyrir 2. liður úr fundargerð fræðslunefndar sem var frestað á síðasta fundi. Um er að ræða 80 ára afmæli Drangsnesskóla. Sveitarstjórn ákveður að halda umbeðinn fund með fræðslunefnd fljótlega eftir áramót.
 3. Aðrar fundargerðir
  1. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, 136 fundur heilbrigðisnefndar, 9.12.2021.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  2. SÍS, 107 fundur Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, 7.12.2021.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  3. Samband íslenskra sveitarfélaga, 904. fundur stjórnar, 10.12.2021
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.

 4. Fjárhagsáætlun 2022 – Seinni umræða
  Fjárhagsáætlun rædd ásamt 3ja ára áætlun. Helstu tölur:

  Fjárhæðir í þúsundum króna

                                                                               A hluti                   A og B hluti

           Rekstrarniðurstaða 2022                            10.442                 13.286

           Handbært fé frá rekstri                                8.962                   15.210

           Fjárfestingar nettó                                       47.700                 53.700

           Tekin ný langtímalán                                   45.000                 45.000

           Handbært fé í árslok                                   32.194                 32.194

  Fjárhagsáætlun 2022 rædd og oddviti gerir grein fyrir rekstrarliðum sveitarfélagsins og
  fyrirhuguðum fjárfestingum ásamt fjármögnun
  Borið upp og samþykkt samhljóða

 1. Beiðni vegna leikskóla
  Hreppnum barst beiðni frá foreldri þar sem óskað er eftir því hvort hægt sé að gera samning við Strandabyggð fyrir barn sem komið er á leikskólaaldur og er þess óskað að barnið fari í leikskóla á Hólmavík.

  Erindi lagt fram til kynningar. Oddvita falið að kanna möguleika á að verða við beiðninni.

 2. Beiðni Fjórðungssambands Vestfirðinga
  Kosning í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga fer fram á haustþingi og kjósa skal fimm menn í stjórn sambandsins og jafn marga til vara. Fjórðungssamband Vestfirðinga óskar því eftir tilnefningu Kaldrananeshrepps að áheyrnarfulltrúa í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga

  Beiðni lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn ákveður að tilnefna Finn Ólafsson.
  Borið upp og samþykkt samhljóða.

 3. Almannavarnir og Covid 19
  Sveitarstjórn fer yfir nýjustu sóttvarnarráðstafanir fyrir starfsemi sveitarfélaga og leggur nýjustu reglugerðir og leiðbeiningar fram til kynningar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið klukkan 21:36