Ljósleiðari á Drangsnesi

Sælir kæru fasteignareigendur á Drangsnesi. 

Verið er að leggja lokahönd á tengiskima ljósleiðarakerfisins svo hægt verði að koma og setja endabúnaði á ljósleiðara. 
Þessi vinna á að klárast fyrir mánaðarmót og væntingar standa til að tengivinna hefjist fljótlega í kjölfarið og endabúnaður settur upp í húsum. 

Því viljum við biðja ykkur að hafa svæði við inntak strengsins aðgengilegt þegar að þar að kemur, svo hægt sé að setja endabúnað nokkuð hratt upp. 

Áætluð uppsetning er ca. ekki meira en tveir tímar.