Starfsmaður óskast á skrifstofu Kaldrananeshrepps

Kaldrananeshreppur auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu í 50% starf.
Skrifstofa félagsins er staðsett á Drangsnesi. Starfið er nokkuð fjölbreytt og vinnutími samkomulagsatriði við oddvita. Mögulegt er að starfshlutfall aukist í framtíðinni. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Hæfniskröfur:

  • Æskilegt er að viðkomandi sé með menntun eða reynslu sem nýtist starfi.
  • Góð tölvu- og bókhaldskunnátta er æskileg
  • Reynsla í DK bókhaldskerfi og færni í Excel er kostur
  • Rík þjónustulund, jákvæðni og skipulagshæfni
  • Lausnarmiðuð og góð samskiptafærni í rituðu og töluðu máli

Helstu verkefni:

  • Utanumhald um bókhald, reikningagerð og umsjón með tekjuöflun
  • Skjalavarsla, utanumhald um fundi og birtingar á vefsíðu
  • Afgreiðsla daglegra fyrirspurna, upplýsingagjöf til íbúa og móttaka á skrifstofu
  • Almenn skrifstofustörf og önnur tilfallandi verkefni sem oddviti felur starfsmanni


Umsóknum skal skilað til skrifstofu Kaldrananeshrepps, Aðalbraut 29, 520 Drangsnesi eða í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. febrúar 2021.

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. 

Allar nánari upplýsingar veitir Finnur í síma 775-3377.