Sveitarstjórnarfundur var haldinn 28. desember 2020

Mánudaginn 28. desember 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 27. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

 Fundargerð 

  1. Fundargerð 26. sveitarstjórnarfundar 9.12.2020.
    Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

  2. Fundagerðir nefnda

  3. Aðrar fundagerðir
    1. Heilbrigðisnefnd Vestfjarðasvæðis, fundargerð 131. fundar, 10.12.2020.
      Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
    2. Sambands íslenskra sveitarfélaga , 892. fundur stjórnar, 11.12.2020.
      Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
    3. SÍS, 4. samráðsfundur skólateymis, fræðslustjóra og sveitarstjóra þar sem ekki eru starfandi skólaskrifstofur, 15.12.2020.
      Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.

  4. Fjárhagsáætlun 2021 seinni umræða
    Fjárhagsáætlun rædd ásamt 3ja ára áætlun, borin undir atkvæði og samþykkt.
    Gert er ráð fyrir að aðalsjóður skili 2,048 þ kr., en B deildar fyrirtækin 2,052 þ kr.
    Heildarafkoma sveitarfélagsins er áætlað 4,100 þ kr.
    Fjárhagsáætlun 2021 rædd og oddviti gerir grein fyrir rekstrarliðum sveitarfélagsins og fyrirhuguðum fjárfestingum ásamt fjármögnun.
    Borðið upp og samþykkt samhljóða.

  5. Snjómokstur
    Samkomulag er um að óska eftir snjómokstri Vegagerðar yfir Bjarnafjarðarháls tvisvar í viku sem kemur í stað mokstursreglu um Nesströnd, en að heimilt sé að moka að Kaldrananesi að auki í helmingamokstri í samræmi við minnisblaðs fundar milli Vegargerðar og sveitarstjórnar þann 29.10.2020. Um er að ræða breytingu sem eflir daglega vinnusókn, atvinnurekstur, þjónustu og öryggi íbúa, ekki aðeins umferðaröryggi heldur aðgengi að neyðarþjónustu sömuleiðis. Sveitarstjórn staðfestir að fullkomin sátt sé um að gera þessa breytingu á vetrarþjónustu.
    Borðið upp og samþykkt samhljóða.

  6. Skólaakstur breyttar forsendur
    Málinu frestað.

  7. Fjarfundir sveitarstjórna
    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á áliti í máli SRN20110042 sem varðar notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna og nefnda sveitarfélaga og aðgengi almennings.
    Lagt fram til kynningar.

  8. Húsnæðisstuðningur
    Á fundi stjórnar SÍS þann 11.12.2020 var lögð fram lokaskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning. Stjórn SÍS samþykkir að tillögur skýrslunnar verði kynntar sveitarstjórnum og stjórnendum í velferðarþjónustu til að fá fram afstöðu þeirra. Lagt fram til kynningar.

  9. SK Landskipulag
    Skipulagsstofnun hélt kynningarfund um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 þann 19.11.2020. Fundarefni og glærur frá kynningarfundinum eru lagðar fram til kynningar.

  10. Manntalsbeiðni
    Hagstofan fer þess á leit við Kaldrananeshrepp að þau veiti henni nokkrar upplýsingar til aðstoðar við töku manntals og húsnæðistals 1. janúar 2021. Erindi Ólafs Hjálmarssonar, hagstofustjóra, dagsett 27.11.2020 lagt fram til kynningar.

  11. Stígamót framlagsbeiðni
    Stígamót leitar til allra sveitarstjórna landsins til þess að óska eftir fjárstuðningi og samstarf um reksturinn. Framlagsbeiðni Stígamóta lögð fram til kynningar.

  12. Uppkast af skólastefnu
    Betrumbætt útgáfa af skólastefnu sveitarfélagsins er lögð fram til kynningar. Málinu frestað.

  13. Stytting vinnuvikunnar
    Samkomulag hefur náðst við starfsmenn sveitarfélagsins um fyrirkomulag vegna styttingu vinnuvikunnar. Skrifstofustjóra er falinn frágangur á fyrirkomulaginu. Borið upp og samþykkt

  14. Covid-19 reglugerðir og leiðbeiningar
    Nýjustu sóttvararráðstafanir fyrir starfsemi sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið 21:55