Breyting á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og nýtt deiliskipulag – lýsing á skipulagsáætlun

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkti á fundi sínum þann 29. október sl. að auglýsa lýsingu á skipulagsáætlun fyrir breytingu á 
Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og nýtt deiliskipulag í landi Hvamms í Bjarnarfirði í samræmi við 36. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða skipulagssvæði nyrst á jörðinni við Bjarnarfjarðará í námunda við fyrra brúarstæði og felst aðalskipulagsbreytingin í breytingu á landnotkun þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð (FS12) og ferðaþjónustu (VÞ5) á svæði sem er skilgreint landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir fimm frístundalóðum, einni stórri lóð fyrir fyrir ferðaþjónustu og einni íbúðarhúsalóð.

Lýsingin mun hanga uppi í húsnæði Verslunarfélagsins á Drangsnesi og verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins á meðfylgjandi hlekk: Aðalskipulag Kaldrananeshrepps 2010-2030 og deiliskipulag í landi Hvamms.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér lýsinguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdum skal vinsamlegast skilað til skrifstofu Kaldrananeshrepps að Holtagötu, 520 Drangsnesi eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fyrir 21. nóvember 2020.