Vinnuskólanum þakkað fyrir
- Details
- Miðvikudagur, 22 júlí 2020 15:23
Nú er vinnuskóla Kaldrananeshrepps lokið sumarið 2020. Alls tóku 12 ungmenni þátt í vinnuskólanum í ár, 8 stúlkur og 4 drengir. Vinnan fólst í því að slá gras, raka tjaldsvæðið og fegra bæinn. Einnig var slegið fyrir 3 heldriborgara.
Skemmtilegast þótti vinnuhópnum að mála hús í eigu hreppsins, s.s. vigtarskúr, dæluhús, bókasafn, masturshús og kanta á bryggju.
Hópurinn fjölmennti líka í stórskemmtilegt hundaafmæli í Hveravík. Níu krakkar fóru ásamt fylgimönnum á þrem bílum. Þar var í boði súpa og ýmsar veitingar, en líka nokkur skemmtiatriði. Ríkissjónvarpið var á staðnum til að taka upp stutta umfjöllun fyrir Sumarlandann.
Flokkstjóri og sveitarstjórn þakkar öllum krökkunum voðalega vel fyrir sumarið. Öll stóðu þau sig frábærlega og voru til fyrirmyndar í alla staði.