Bryggjuhátíðarhátíð
- Details
- Föstudagur, 09 nóvember 2007 22:12
Á morgun, laugardaginn 10. nóvember, verður haldin Bryggjuhátíðarhátið í Samkomuhúsinu Baldri. Þegar síðast fréttist voru skráðir rúmlega 90 manns sem verður að teljast nokkuð gott í ekki stærra samfélagi en hér er.
Hafa nokkrar konur í þorpinu fengið það hlutverk að framreiða dýrindis mat og væntanlega mun ekki nokkur maður fara svangur heim ef marka má fyrri Bryggjuhátíðarhátíðir.
Reynum að setja inn myndir eftir herlegheitin