- Details
-
Þriðjudagur, 04 september 2007 14:50
Hljómsveitin Strandamenn leikur á dansleik í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi næstkomandi laugardag, 8. september.

Hljómsveitin kom fyrst fram á Bryggjuhátíð 2007 og hefur leikið tvisvar
síðan á Malarkaffi á Drangsnesi. Hljómsveitinni hefur heldur betur bæst
liðsstyrkur á síðustu vikum. Söngvarinn landsþekkti Ari Jónsson mun
syngja með hljómsveitinni og Vilhjálmur Guðjónsson, sem spilar á nánast
öll hljóðfæri en er þekktastur sem gítarleikari, mun spila á gítar.
Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru Svanur Hólm Ingimundarson á
hljómborði, Kristján Magnússon á saxófón og harmonikku og Björn
Guðjónsson á gítar.
Húsið opnar kl. 22.00 og ballið stendur til kl. 03.00
Nýtt og glæsilegt kaffihús, Malarkaffi, verður opið frá kl. 20.00 til
kl. 23.00. Það er upplagt að fara þangað og fá sér hressingu fyrir
dansleikinn.