- Details
-
Þriðjudagur, 07 ágúst 2007 08:33
Sjúkraþyrlan kom til Bjarnarfjarðar og lenti á Skarðstúninu um klukkan 18:15 í kvöld 5/8 og var Sjúkrabíllinn líka á staðnum.

Ég tók myndir af því þegar hún fór aftur á loft í kvöld. Um klukkan
18:00 var óhapp fram í Sunndal þegar þrjú ungmenni voru á Fjórhjóli að
leika sér þegar það valt rétt við Sunndalsána en þau köstuðust af
hjólinu þegar það valt og hjólið endaði út í ánni. 17 ára stúlka
höfuðkúpubrotnaði svo að það var ákveðið að kalla eftir þyrlunni til að
flytja hana suður. Hún er á batavegi núna og eru horfur góðar á að hún
jafni sig á þessu slysi. Hin ungmennin sem voru á fjórhjólinu sluppu
með minniháttar skrámur og marbletti.