Tjaldsvæðið Drangsnesi
- Details
- Miðvikudagur, 10 júní 2020 09:34
Opnunartími 1. maí – 30 .september
Fjarlægð frá Reykjavík: 264 km
Fjarlægð frá Hólmavík: 33 km
Fjarlægð frá Ísafirði: 236 km
Tjaldsvæðið á Drangsnesi er staðsett fyrir ofan þéttbýliskjarnann Drangsnes í Strandasýslu við norðanverðan Steingrímsfjörð.
Góð hreinlætisaðstaða og sturtur eru við tjaldstæðið. Rafmagn er víða á svæðinu og ættu flestir að komast í rafmagn. Þvottavél og þurrkari eru á staðnum.
Íþróttavöllur er við tjaldstæðið.
Tjaldsvæðið á Drangsnesi er fyrst og fremst fjölskyldusvæði því eru ferðalangar beðnir um að takmarka akstur um svæðið og sýna öðrum tillitssemi. Ölvun og háreysti veldur tafarlausri brottvísun. Ef stærri hópar en 4-5 einingar óska eftir að nýta sér aðstöðuna á Drangsnesi þarf að hafa sambandi við umsjónarmann og athuga fyrst með laust pláss og fá í framhaldi úthlutað plássi af honum.
Á Drangsnesi er sundlaug og heitur pottur við hana ásamt barnalaug, gufubaði og líkamsrækt. Sundlaugin er alla jafna vel nýtt af gestum. Ekki má gleyma heitum pottum sem eru í fjörunni 300 m fyrir neðan tjaldstæðið en þar eru einnig góð hreinlætisaðstaða og sturtur.
Góðar gönguleiðir eru í nágrenni við Drangsnes, t.d merkt gönguleið á Bæjarfell sem er 345 m yfir sjó og þaðan er mjög víðsýnt yfir Húnaflóa og norður Strandir. Skemmtilegar fjörur eru skammt undan sem er ævintýri fyrir unga sem gamla. Verslun er á Drangsnesi ásamt veitingasölu og góðri gistiaðstöðu. Afþreying er í boði t.d. ferðir út í Grímsey en þar er náttúruparadís. Mikið fuglalíf og er Lundinn þar í þúsunda tali. Boðið er uppá siglingu og sjóstöng.