Veiðifréttir

baldur_fiskurIngólfur Árni Haraldsson og Þórdís Lofsdóttir áttu dag í Bjarnarfjarðaránni þann 26/6 sem þau fengu gefins frá Kaldrananeshreppi. Fóru þau systkinin Þórdís Adda Haraldsdóttir og Baldur Steinn Haraldsson ásamt Hafdísi Baldursdóttir að veiða en svo kom Ingólfur Árni seinna og vitið menn Baldur Steinn setti í eina væna Bleikju sem var tvöpund rétt hjá Djúpaskurði og veiddi hann á sjálfan Íslandsspúninn þetta er fyrsti fiskurinn sem hefur komið upp úr ánni svo að ég viti þar sem Kaldranans hreppur gaf Stangirnar til fólksins í hreppnum. Því sendi ég myndir af Baldur Steini með Bleikjuna á puttanum eins og sannir fiskimenn gera. 
En til hamingju með nýja vefinn Drangnes.is og farnist honum vel í framtíðinni því sendi ég mitt innlegg til að styrkja hann.           
 
Bið að heilsa, Árni Þór Baldursson, Odda