Merki Félagsþjónustunnar

felagstjonustaNýlega var haldin samkeppni um kennimerki „lógó“ félagsþjónustunnar og voru þó nokkuð margar tillögur sendar inn. Valið var erfitt þar sem allar tillögurnar voru vandaðar, hugmyndaríkar og skemmtilegar. Hins vegar þarf alltaf að velja eina og bar Friðlaugur Jónsson sigur úr býtum. Tillaga hans var með skírskotun í galdratákn og byggðasögu svæðisins með nútímalegri nálgun. Upphafsstafir Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla (FSR) eri í kennimerkinu auk þess sem 4 hlutar mynda þau fjögur sveitarfélög sem mynda félagsþjónustuna en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð. Græni hlutinn táknar notendur félagsþjónustunnar.

 

felagstjonustaNýlega var haldin samkeppni um kennimerki „lógó“ félagsþjónustunnar og voru þó nokkuð margar tillögur sendar inn. Valið var erfitt þar sem allar tillögurnar voru vandaðar, hugmyndaríkar og skemmtilegar. Hins vegar þarf alltaf að velja eina og bar Friðlaugur Jónsson sigur úr býtum. Tillaga hans var með skírskotun í galdratákn og byggðasögu svæðisins með nútímalegri nálgun. Upphafsstafir Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla (FSR) eri í kennimerkinu auk þess sem 4 hlutar mynda þau fjögur sveitarfélög sem mynda félagsþjónustuna en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð. Græni hlutinn táknar notendur félagsþjónustunnar.

Friðlaugur er fæddur og uppalinn á Ísafirði en býr í Reykjavík í dag. Hann útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistakólanum á Akureyri árið 2008.

fridlaugurjonsson Friðlaugur Jónsson

Hann hefur unnið á hinum ýmsu auglýsingastofum og grafísku vinnustofum auk þess sem hann sá um umbrot og útgáfu sjónvarpsvísisins Almanaks við annan mann um tveggja ára skeið. Í dag starfar hann hjá tölvuleikjafyrirtækinu Fancy Pants Global í Kópavogi sem sérhæfir sig í leikjum og forritum fyrir snjallsíma og töflur. Skemmst er frá því að segja að hann sigraði einnig merkjasamkeppni sem haldin var í vor á vegum Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands fyrir SNAPS verkefnið. Heimasíða höfundar er: http://frilli7.com.

Auk heiðursins að höfundarétti kennimerkisins voru 50.000 krónur í verðlaun. Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps þakkar öllum þátttökundum fyrir sendar tillögur og óskar Friðlaugi innilega til hamingju með heiðurinn.