Fréttatilkynning: Lýðveldið við fjörðinn

Myndlistarsýning í Ingólfsfirði, Ströndum.
Opið 1. og 2. ágúst 2009, kl. 14-19.
Allir velkomnir.

eyri_ingolfsfirdiVerið velkomin á opnun sýningarinnar Lýðveldið við fjörðinn, laugardaginn 1. ágúst, kl. 14, sem haldin verður í Kvennabragganum á Eyri, Ingólfsfirði á Ströndum.



Sýningin í Kvennabragganum, yfirgefinni verbúð, er hluti af þríþættu sýningarverkefni sem hverfist um hugmyndir um íslenska lýðveldið í tengslum við menningarsögu og náttúrulegt umhverfi þriggja sýningarstaða. Fyrsta sýningin var haldin í vor í heyhlöðu við Mývatn og nefndist Lýðveldið við vatnið. Sú þriðja (auglýst síðar) verður opnuð í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar við Varmá í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ.Sýningarverkefnið hefur hlotið styrk frá Hlaðvarpanum, menningarsjóði kvenna.


Anna Jóa
Bryndís Jónsdóttir
Guðbjörg Lind Jónsdóttir
Hildur Margrétardóttir
Hlíf Ásgrímsdóttir
Kristín Geirsdóttir
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá
Ólöf Oddgeirsdóttir


Verkefnið er sjálfstætt framhald af samsýningu hópsins ,,Lýðveldið Ísland“ sem haldin var í Þrúðvangi, Álafosskvosinni árið 2004 og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.


Tengiliður:

Hlíf Ásgrímsdóttir
Sími: 5619347
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.