Sveitarstjórnarfundur 28. desember 2022

Miðvikudaginn 28. desember 2022 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 9. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ísabella Benediktsdóttir, Hildur Aradóttir, Arnlín Óladóttir og Ingólfur Árni Haraldsson.

Oddviti setti fund kl. 20:00.
Hildur Aradóttir ritar fundargerð á tölvu.
Oddviti leitar afbrigða og tekur fyrir rekstur á Pottunum á Drangsnesi.

Dagskrá 9. fundar:

  1. Fundargerð 8. sveitarstjórnarfundar 14.12.2022
  2. Fundargerðir nefnda
  3. Aðrir fundir
  4. Hækkun útsvarsálagningar
  5. Rekstur á Pottunum á Drangsnesi


Fundargerð:

  1. Fundargerð 8. sveitarstjórnarfundar 14.12.2022.
    Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
    Fundargerð lögð fram til kynningar.

  2. Fundargerðir nefnda
    Engar fundargerðir lágu fyrir.

  3. Aðrir fundir
    1. Fundargerð 141. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, 15.12.2022.
      Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
    2. Samband íslenskra sveitarfélaga, 916. fundur stjórnar, 14.12.2022
      Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.

  4. Hækkun útsvarsálagningar
    Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022 varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

    Hækkun útsvarsálagningar lögð fyrir.
    Sveitarstjórn ákveður að hækka álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 um 0,22% og verði 14,74%.
    Borið upp og samþykkt samhljóða.

  5. Rekstur á Pottunum á Drangsnesi
    Hreppnum barst beiðni frá Verslunarfélagi Drangsness ehf. um leigu á rekstri Pottanna á Drangsnesi í þrjú ár.

    Formaður stjórnar Verslunarfélagsins gerir grein fyrir beiðni félagsins.
    Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindi Verslunarfélagsins.
    Oddvita falið að hefja samningsviðræður með vilja sveitarstjórnar til hliðsjónar.
    Borið upp og samþykkt samhljóða.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 20:20