Sveitarstjórnarfundur 4. júlí 2021
- Details
- Miðvikudagur, 07 júlí 2021 13:51
Sveitarstjórnarfundur 4. júlí 2021
Föstudaginn 4. júlí 2021 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 32. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Bjarni Þórisson, Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.
Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.
Oddviti leitar afbrigða og tekur lið 4: Erindi Veðskuldabréf nr. 750902
Dagskrá 32. fundar:
- Fundargerð 31. sveitarstjórnarfundar 25.06.2021.
- Fundargerðir nefnda
- Aðrar fundargerðir
- Ársreikningur 2020 – Seinni umræða
- Veðskuldabréf nr. 750902
Fundargerð:
- Fundargerð 31. sveitarstjórnarfundar 25.6.2021
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. - Fundargerðir nefnda
- Aðrar fundargerðir
- SÍS, 96. fundur Samstarfsnefndar og Kennarasambands Íslands, 05.05.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - SÍS, 99. fundur Samstarfsnefndar og Kennarasambands Íslands, 15.06.2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
- SÍS, 96. fundur Samstarfsnefndar og Kennarasambands Íslands, 05.05.2021.
- Ársreikningur 2020 – Seinni umræða
Ársreikningur Kaldrananeshrepps vegna ársins 2020 lagður fram til síðari umræðu.
Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er jákvæð 18,4 milljónir og B hluta jákvæð um 21,4 milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 312,2 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam 326,4 millj. króna.
Ársreikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða. - Veðskuldabréf nr. 750902
Sveitarstjórn tók til skoðunar Veðskuldabréf nr. 750902 hjá Byggðastofnun og í ljósi óhagstæðra kjara ákveður sveitarstjórn að greiða það upp. Lánið stendur í 7.827.811 kr. og er 1% uppgreiðslugjald.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 22:00