Sveitarstjórnarfundur 9. desember 2020

Sveitarstjórnarfundur 9. desember 2020

Miðvikudaginn 9. desember 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 26. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Margrét Bjarnadóttir,  Halldór Logi Friðgeirsson og Arnlín Óladóttir í gegnum fjarfundarbúnað.

Oddviti leitar afbrigða, að taka á dagskrá eitt viðbótar erindi: 23 OEF tilraun.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá 26. fundar:

 1. Fundargerð 25. sveitarstjórnarfundar 29.10.2020.
 2. Fundagerðir nefnda 
 3. Aðrar fundagerðir
  1. Fjórðungsþing Vestfirðinga 9-10. október 2020.  
  2. Samráðsfundir SÍS með fræðslustjórum
  3. Samband íslenskra sveitarfélaga stjórnarfundur 890
  4. Samband íslenskra sveitarfélaga stjórnarfundur 891
  5. Sorpsamlag Strandasýslu og Reykhóla 11.11.2020
 4. Tekjustofnar og gjaldskrár
 5. Fjárhagsáætlun 2021 fyrri umræða
 6. Breyting á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps
 7. Tilkynning Fiskistofu um sérstakt veiðigjald til hafna
 8. Erindi Fiskistofu um framkvæmd vigtunar
 9. Erindi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða um sundlaugar
 10. Erindi Sigfúsar B Gunnarssonar Framnesi
 11. Stytting vinnuvikunnar
 12. Erindi Vestfjarðastofu um Áfangastaðaáætlun
 13. Framlög vegna sérþarfa fatlaðra grunnskólanemenda
 14. Jöfnunarsjóður
 15. Skjalavarsla
 16. Starfsmat
 17. Skólaakstur
 18. Bréf frá Atvinnuvegaráðuneyti um úthlutun byggðakvóta
 19. Erindi baráttuhóps smærri fyrirtækja fyrir sértækum aðgerðum
 20. Landskipulag
 21. Erindi um granítbekki
 22. Landsþing SÍS
 23. Covid reglugerðir og leiðbeiningar

Fundargerð:

 1. Fundargerð 25. sveitarstjórnarfundar 29.10.2020.
  Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

 2. Fundagerðir nefnda 

 3. Aðrar fundagerðir
  1. Fjórðungsþing Vestfirðinga 9-10. október 2020.  Þinggerðin afgreidd athugasemdalaust.
   Sveitarstjórn staðfestir.
  2. Samráðsfundir SÍS með fræðslustjórum. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
   Sveitarstjórn staðfestir.
  3. Samband íslenskra sveitarfélaga stjórnarfundur 890. 
   Fundargerð lögð fram til kynningar.
  4. Samband íslenskra sveitarfélaga stjórnarfundur 891.
   Fundargerð lögð fram til kynningar.
  5. Sorpsamlag Strandasýslu 11.11.2020.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.

 4. Fjárhagsáætlun 2021 fyrri umræða
  1. Tillaga að tekjustofnum 2021
   1. Útsvar: 14,52% af útsvarsstofni eða hámarks útsvarsálagning sem heimilt er samkvæmt lögum.
   2. Fasteignaskattur. Íbúðarhús og útihús í sveitum: 0,5% af fasteignamati húss og lóðar.
    1. Opinberar byggingar: 1,32% af fasteignamati húss og lóðar .
    2. Aðrar fasteignir: 1,4% af fasteignamati húss og lóðar.
    3. Afsláttur vegna fasteignaskatts aldraðra 70 ára og eldri og 75% öryrkja, sem búa í eigin húsnæði er tekjutengdur og miðaður við árstekjur samkvæmt nýjasta skattframtali. Þar með talið eignir og fjármagnstekjur.
    4. Gjalddagar fasteignagjalda verði 5. þ.e 1. feb, 1. apr, 1. júní, 1. ágúst og 1. október.
   3. Lóðarleiga í Drangsneslandi: Lóðarleiga verði 1,3% af fasteignamati lóðar. Samþykkt samhljóða.
  2. Tillaga að gjaldskrám 2021
   1. Gjaldskrá Drangsnesvatnsveitu: Sveitarstjórn ákveður að notendagjöld hækki um 2% en eingreiðslugjöld verði óbreytt.
   2. Gjaldskrá fyrir fráveitur í Kaldrananeshreppi: Sveitarstjórn ákveður að notendagjöld hækki um 2% en eingreiðslugjöld verði óbreytt.
   3. Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Kaldrananeshreppi. Sveitarstjórn ákveður að notendagjöld hækki um 2% en eingreiðslugjöld verði óbreytt.
   4. Gjaldskrárhækkun Hitaveitu Drangsness: Sveitarstjórn ákveður að notendagjöld hækki um 2% en eingreiðslugjöld verði óbreytt.
   5. Gjaldskrá Drangsneshafnar: Sveitarstjórn ákveður að notendagjöld hækki um 2% en eingreiðslugjöld verði óbreytt.
   6. Gjaldskrá vegna skipulags og byggingargjalda: Oddviti leggur fram tillögu um að gjöld vegna þjónustu byggingarfulltrúa verði í samræmi við gjaldskrár þeirra sveitarfélaga sem nýta sér þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa Stranda- Dala- og Reykhóla. Tillagan borin upp og samþykkt.
   7. Ýmsar gjaldskrár og þjónustugjöld sem innheimt eru af Kaldrananeshreppi.

    Oddviti leggur til að þessi þjónustugjöld verði óbreytt.Samþykkt samhljóða.

 5. Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024, fyrri umræða
  Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 rædd og oddviti gerir grein fyrir rekstrarliðum sveitarfélagsins og fyrirhuguðum fjárfestingum ásamt fjármögnun. Fjárhagsáætlun 2021 afgreidd til síðari umræðu.
  Samþykkt samhljóða.

 6. Breyting á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps. 
  Þann 6.11.2020 auglýsti sveitarfélagið lýsingu á skipulagsáætlun fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 í landi Hvamms í Bjarnarfirði í samræmi við 36. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málið er í formlegu ferli hjá Skipulagsfulltrúa. Lagt fram til kynningar

 7. Tilkynning Fiskistofu um sérstakt veiðigjald til hafna
  Erindi Fiskistofu lagt fram til kynningar. Innheimt var sérstakt gjald af strandveiðibátum sem greiða á hverri höfn í hlutfalli viðkomandi hafnar í heildarafla sem fenginn var við strandveiðar á tímabilinu. Hlutur Drangsneshafnar 2020 er kr. 323.283. Lagt fram til kynningar

 8. Erindi Fiskistofu um framkvæmd vigtunar
  Sveitarstjórn fór yfir erindi Fiskistofu dagsett 19.10.2020 þar sem kallað var eftir úrbótum á framkvæmd vigtunar á hafnarvog. Brugðist var við erindinu með því að senda 4 einstaklinga á löggildingarnámskeið og fjárfesta í nýjum tölvubúnaði. Borið upp og samþykkt.

 9. Erindi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða um sundlaugar
  Heilbrigðiseftirlitið kallar eftir upplýsingum um öll slys við sundlaugar á Íslandi, en samkvæmt reglugerð nr 814/200 6. mgr. 15 gr. ber rekstraraðila að tilkynna heilbrigðiseftirliti um öll alvarleg slys. Einnig skal haldin skrá yfir öll óhöpp, slys og úrbætur. Erindið var framsent til forstöðuaðila sundlauga og þeim falið að svara því. Borið upp og samþykkt.

 10. Erindi Sigfúsar B Gunnarssonar Framnesi
  Sigfús B Gunnarsson kallar eftir aðgerðum sveitarfélags til að setja hraðatakmörk við Framnes til að minnka ökuhraða bíla og vill kanna hvort hægt sé að malbika eða leggja bundið slitlag til að minnka rykmengun.  Oddvita fallið að taka málið upp við Vegagerðina. Borið upp og samþykkt.

 11. Stytting vinnuvikunnar
  Ákvæði kjarasamninga Samband íslenskra sveitarfélaga um styttingu vinnutíma dagvinnufólks tekur gildi næstu mánaðarmót. Sveitarfélagið ber ábyrgð á undirbúningi breytinga með því að koma á fund vinnutímanefnd sem boðar til samráðsfundar með öllu starfsfólki til að ræða breytingar á vinnutíma. Nefndinni ber að kynna hvaða kostir eru í boði og taka til umræðu óskir starfsmanna með hliðsjón af starfsemi og þjónustu hvers vinnustaðar. Vinnutímanefnd vinnur úr samtalinu og þeim tillögum sem þar koma fram og gerir tillögur að breyttu skipulagi vinnutíma og skipulagi hléa. Vinnutímanefnd kynnir tillögur sínar fyrir starfsfólki og stjórnendum og þeim gefinn kostur á að bregðast við þeim. Að því loknu undirbýr vinnutímanefndin tillögur að samkomulagi í samræmi við niðurstöðu samtalsins og undirbýr atkvæðagreiðslu.  Oddvita er falið að undirbúa samráðsfund og eftirfylgni. Borið upp og samþykkt.

 12. Erindi Vestfjarðarstofu um Áfangastaðaáætlun
  Vestfjarðarstofa óskar eftir umfjöllun og samþykki Kaldrananeshrepps á endurnýjaðri Áfangastaðaáætlun sem er sett fram sem stefna landhlutans í ferðaþjónustu, aðgerðaráætlun og forgangsverkefni í tengslum við uppbyggingu og þróun á Vestfjörðum. Áfangastaðaáætlunin var lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. Borið upp og samþykkt.

 13. Framlög vegna sérþarfa fatlaðra grunnskólanemenda
  Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir nýja áætlun vegna sérþarfa fatlaðra nemenda. Breytingar gefa haft töluverð áhrif á framlög til minni sveitarfélaga sem eru hvött til að senda inn athugasemdir í síðasta lagi 10. desember n.k.  
  Lagt fram til kynningar

 14. Jöfnunarsjóður
  Áætluð útgjaldajöfnunarframlög 2020 og hækkun framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti 2020, lagðar fram til kynningar.

 15. Skjalavarsla
  Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafn Íslands um skjalavörslu, skjalastjórn og afhendingarskyldu sveitarstjórnarskrifstofa til Þjóðskjalasafns lögð fram til kynningar.
  Umræða fór fram um næstu skref í úrbótum á skjalavörslu og hvernig framkvæmdin sé gerleg í smærri sveitarfélögum. Sveitarstjórn ákveður að skoða málið frekar. Borið upp og samþykkt.

 16. Starfsmat
  Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti að taka upp sama vinnulag og Reykjavíkurborg og innleiða það í starfsmatskerfið SAMSTARF. Sveitarfélögum er gert að fara yfir tilgreind störf til að meta ábyrgð á stjórnun og ábyrgð á fjármunum og hvort „Reykjavíkurleiðin“ kalli á launaflokkahækkun.  Oddvita fallið að fylgja málinu eftir. Borið upp og samþykkt.

  Finnur Ólafsson víkur af fundi vegna vanhæfis.

 17. Skólaakstur Áætlun um útgjaldajöfnunarframlag 2021 var lagt fram til kynningar. Fjárhagsáætlun 2020 gerði ekki ráð fyrir skólaakstri og því var sótt um viðbótarframlag til jöfnunar á skólaakstri fyrir haustið 2020. Einnig er varaoddvita falið að ganga frá samningi vegna skólaakstur skólaárið 2020-2021.  Borið upp og samþykkt.

  Finnur Ólafsson mætir aftur til fundar.

 18. Bréf frá Atvinnuvegaráðuneyti um úthlutun byggðakvóta. Sveitarfélögum var veittur lokafrestur til að senda inn rökstuddar tillögur varðandi úthlutun byggðakvóta þann 8. desember 2020. Sveitarstjórn leggur til að óbreytt fyrirkomulag frá fyrra fiskveiðiári 2019/2020. Borið upp og samþykkt.

 19. Erindi baráttuhóps smærri fyrirtækja fyrir sértækum aðgerðum
  Erindi undirritað af 211 aðilum í ferðaþjónustu kalla eftir byggðaraðgerðum í dreifðum byggðum landsins og óska eftir því að sveitarstjórnir standi þétt að baki íbúa sinna og fyrirtækja sem hafa  skapað vinnu, aukið á sjálfbærni og ýtt undir nýsköpun í heimabyggð með því að taka undir yfirlýsingu og setja þrýsting á stjórnvöld  til að kalla eftir tímanlegum, tryggum áætlunum og  aðgerðum fyrir smærri fyrirtæki, fjölskyldufyrirtæki og einyrkja. Sveitarstjórn tekur undir yfirlýsingu og telur að fjárhagsáætlun 2021 hjá Kaldrananeshrepp falli að því markmiði að standa þétt að baki íbúa sinna og fyrirtækja á svæðinu. Borið upp og samþykkt.

 20. Landskipulag
  Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst er tilkynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011. Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofnun er til og með 8. janúar 2021. Lagt fram til kynningar.

 21. Erindi um granítbekki
  Steinsmiðja Aureyrar býður sveitarfélaginu forkaupsverð og frían flutning á granítbekkjum. Tilboðið gildir fram að áramótum. Lagt fram til kynningar.

 22. Landsþing SÍS
  XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið með rafrænum hætti þann 18. desember nk. Meginumræðuefni landsþingsins verða efling sveitarstjórnarstigsins og fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga á tímum Covid-19. Sveitarstjórnarmenn með seturétt á landsþingi eru beðnir um að skrá sig eða boða forföll í síðasta lagi föstudaginn 11. desember.Oddviti sem fer með umboð á landsþing SÍS hefur þegar skráð sig á þingið og er honum ætlað að koma sjónarmiðum sveitarstjórnar á framfæri. Borið upp og samþykkt.

 23. Covid-19 reglugerðir og leiðbeiningar
  Nýjustu sóttvarnarráðstafanir fyrir starfsemi sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.

 24. OEF tilraunFyrirtækið Ocean EcoFarm ehf óskar eftir afstöðu sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps að rannsóknarsvæðið verði innan skilgreinds hafnarsvæðis í Kokkálsvík. Jafnframt er óskað eftir að kynna áform félagsins fyrir sveitarstjórn Kaldrananeshrepps við fyrsta tækifæri. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps heimilar að rannsóknarsvæðið verði innan skilgreinds hafnarsvæði Kokkálsvík en felur hafnarstjóra að tryggja að staðsetning á svæðinu, leiði ekki til truflunar á siglingarleiðum að höfninni. Sveitarstjórn fagnar því að fá kynningu á verkefninu og felur oddvita að finna hentugan tímasetningu.   Borið upp og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið 22:35