Sveitarstjórnarfundur 29. október 2020

Sveitarstjórnarfundur 29. október 2020

Fimmtudaginn 29. október 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 25. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. 
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.

Oddviti leitar afbrigða, að taka á dagskrá fjögur viðbótar erindi: 24) Erindi frá Einari og Vigdísi á Steinholti,  25) Erindi Auðar Höskuldsdóttur,  26) Skipulagslýsing – breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í landi Hvamms og 27) Deiliskipulagsbreyting

 Afbrigði samþykkt.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá 25. fundar:

 1. Fundargerð 24. sveitarstjórnarfundar 3.9.2020.
 2. Fundagerðir nefnda 
  1. Fundur Umhverfis- byggingar og skipulagsnefndar 7.10.2020
 3. Aðrar fundagerðir
  1. Vestfjarðarstofa stjórnarfundir 23.6.2020, 18.8.2020 og 22.09.2020.  
  2. Samband íslenskra sveitarfélaga stjórnarfundir 28.8.2020, 25.9.2020, 29.9.2020 og 16.10.2020.  
  3. Samráðsfundur fræðslustjóra og SÍS 22.9.2020.
  4. Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps 15.10.2020
  5. Heilbrigðisnefnd 15.10.2020
 4. Fyrirspurn um gamla bókasafnið.
 5. Erindi frá Pavel vegna Grundargötu 7
 6. Erindi um skólavist nemanda í Hagaskóla
 7. Fjárhagsáætlunargerð undirbúningur
 8. Erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um úthlutun byggðakvóta
 9. Skoðun á uppsetningu á moltutunnum
 10. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða og Bryggjukrani
 11. HMS Brunavarnaáætlanir
 12. Póst og fjarskiptastofnun – Staðalisti
 13. Umsókn um sumarhúsalóð í landi Klúku
 14. Vegagerð og vetrarþjónusta
 15. Vegagerðin - Samstarf um umbætur og hagræðingu girðinga
 16. Ytra mat grunnskólans
 17. Líkamsrækt og aðbúnaður
 18. SÍS stöðuskýrsla um málefni innflytjenda
 19. Samstarf um verslunarfélag
 20. Strandir.is
 21. Stytting vinnuviku
 22. Tómstunda og frístundastyrkir
 23. Covid-19 aðgerðir og leiðbeiningar
 24. Erindi frá Einari og Vigdísi á Steinholti
 25. Erindi Auðar Höskuldsdóttur

Fundargerð:

 1. Fundargerð 24. sveitarstjórnarfundar 3.9.2020.
  Oddviti fór yfir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
 2. Fundagerðir nefnda 
  1. Fundur Umhverfis- byggingar og skipulagsnefndar 7.10.202
   Fundargerð lögð fram til kynningar og sveitastjórn samþykkir lið 1. til 4. og 6 til 8.  Sveitarstjórn bókar eftirfarandi lið 5. Úr fundargerð 9. fundar byggingar-, umhverfis- og skipulagsnefndar 07.10.2020, dagskrárliður 5. Umsókn frá Benedikt Péturssyni um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi til útleigu í landi Hvamms. Gerð deiliskipulags er ekki lokið og þar sem um er að ræða fimmta hús á jörðinni er umsókn ekki tekin fyrir. Fyrir liggur afgreiðsla í byggingar-, umhverfis- og skipulagsnefnd dags. 4.2.2020 þar sem samþykkt er að fara í vinnu við breytingar á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 vegna breyttrar nýtingar á jörðinni Hvammi og heimila eigendum að hefja vinnu við deiliskipulag. Með vísan í skipulagslög er nauðsynlegt að vinna lýsingu á skipulagsverkefninu sem fer í lögbundið auglýsingar- og kynningarferli. Vegna tafa hjá skipulagsyfirvöldum hefur hins vegar dregist að hefja þetta ferli sem hefur í kjölfarið valdið eigendum Hvamms nokkrum vandkvæðum þar sem stefnt hafði verið að byggingu tveggja smáhýsa á þessu ári. Annað þessara smáhýsa reis í sumar á grundvelli grenndarkynningar, þar sem eigendum aðliggjandi jarða var kynnt fyrirhuguð framkvæmd og voru engar athugasemdir gerðar. Þó svo að um fimmta hús sé að ræða á jörðinni er það skýrt í reglugerðum að þegar sótt er um byggingarleyfi í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir skal fara fram grenndarkynning. Sveitarstjórn telur að slík málsmeðferð eigi við í þessu tilviki þar sem deiliskipulags vinna er langt komin. Auk þess er ljóst að tafir vegna málsins eru ekki á vegum landeigenda heldur skipulagsyfirvalda. Því metur sveitarstjórn það sem svo að það beri að taka umrædda umsókn um byggingarleyfi fyrir og að hún skuli samþykkt með hliðsjón af framangreindu og með fyrirvara um að deiliskipulag verði afgreitt og fljótt og auðið er. Borið upp og samþykkt.

3. Aðrar fundagerðir

 1. Stjórnarfundir Vestfjarðarstofu 23.6.2020, 18.8.2020 og 22.09.2020. 
  Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
 2. Stjórnarfundir Samband íslenskra sveitarfélaga 28.8.2020, 25.9.2020, 29.9.2020 og 16.10.2020.  
  Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
 3. Samráðsfundur fræðslustjóra og SÍS 22.9.2020. 
  Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
 4. Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps 15.10.2020. 
  Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
 5. Heilbrigðisnefnd 15.10.2020. 
  Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.

 4. Fyrirspurn um gamla bókasafnið

Fyrirspurn Sigríðar og Brynjars var tekin til umfjöllunar, þar sem þau kanna hvort áhugi sé fyrir hendi á að selja gamla bókasafnið á Drangsnesi.  

Oddvita falið að svara fyrirspurn um ástandi hússins og benda á aðra möguleika.

Borið upp og samþykkt.

5. Erindi frá Pavel vegna Grundargötu 7

Gögnum hefur verið skilað inn fyrir Grundargötu 7 og erindið hefur verið tekið fyrir og samþykkt af byggingarnefnd og staðfest af sveitarstjórn.

Eva víkur af fundi. Finnur Ólafsson tekur við fundarritun.  

6. Erindi um skólavist nemanda í Hagaskóla

Erindi hefur borist frá foreldrum sem óska eftir því að dóttir þeirra fái að sækja nám í Hagaskóla fram að áramótum og sveitarfélagið greiði þann kostað til Reykjavíkur vegna skólavistunar. 

Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu um að greiða kostnað við skólavist í Hagaskóla fram að áramótum.

Borið upp og samþykkt.

Eva Katrín mætir aftur og tekur við fundarritun.

7. Fjárhagsáætlunargerð undirbúningur

Farið var yfir minnisblað frá SÍS um forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024 sem byggir á nýrri þjóðhagsspá. Undirbúningur er hafinn á fjárhagsáætlunargerð, en ætlunin var að fyrstu tillögu yrði skilað eigi síðar en 1. Nóvember. Ráðherra getur veitt lengri tíma til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlunar ef brýn nauðsyn krefur. Sveitarstjórn hefur þegar óskað eftir frest og fengið til 1. desember. Borið upp og samþykkt.

8. Erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um úthlutun byggðakvóta

Úthlutun byggðakvóta var tekin til umfjöllunar. Ákveðið var að senda inn um aukinn kvóta á grunvelli ástands sjávarútvegar á svæðinu.

9. Skoðun á uppsetningu á moltutunnum

Borist hefur tilboð í einangruð jarðgerðarílát fyrir íslenskar aðstæður. 

Sveitastjórn tekur vel í hugmyndina. Oddviti heldur áfram að vinna að verkefninu og tekur það upp við sveitastjórn þegar það er lengra komið.

Borið upp og samþykkt.

10. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða og Bryggjukrani

Fjallað var um ábendingar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, þann 2.10.2020, sem kölluðu eftir úrbótum vegna bryggjukranans á Drangsnesi, en ábendingunum var fylgt eftir að fullu.

Sveitastjórn fagnar þeim áfanga að að nýi bryggjukraninn sem kominn upp og þakkar hafnarstjóra og samverkamönnum fyrir þeirra störf.

11. HMS Brunavarnaáætlanir

Húsnæðis og Mannvirkjastofnun hefur sent forsnið af brunavarnaráætlun.

Sveitastjórn vísar málinu til slökkviliðsstjóra.

12. Póst og fjarskiptastofnun – Staðalisti

PoF ítrekar beiðni um upplýsingar um fjarskiptanet sveitarfélagsins þar sem stofnunin er að koma á fót rafrænum gagnagrunni almennra fjarskiptaneta (GAF). 

Þegar hefur verið brugðist við stórum hluta af upplýsingabeiðninni og oddviti falið að klára málið.

13. Umsókn um sumarhúsalóð í landi Klúku

Beiðni Eyjólfs Karlssonar var tekin fyrir. Hann óskar eftir að fá leigða lóð nr 3 í landi Klúku undir sumarbústað.

Sveitastjórn samþykkir að úthluta lóð nr 3 til Eyjólfs Karlssonar. Oddvita falið að ganga frá lóðaleigusamningi.

14. Vegagerð og vetrarþjónusta

Að beiðni sveitastjórnar var haldinn fjarfundur með Vegargerðinni fyrr í dag (29.9.2020) vegna tillagna um skerta vetrarþjónustu í sveitarfélaginu. Sveitastjórn hyggst bregðast við boðuðum breytingum og felur oddvita að svara minnisblaði Vegagerðarinnar um breytta vetraþjónustu.

Borið upp og samþykkt.

15. Vegagerðin - Samstarf um umbætur og hagræðingu girðinga

Vegargerðin óskar eftir því að sveitarfélagið taki saman lengd girðinga, viðhald og kostnaðartölur, ásamt helstu hagsmuna og áherslur svæðisins. 

Sveitastjórn bregst við erindinu.

16. Ytra mat grunnskólans

Skýrsla menntamálastofnunar um ytra mat Grunnskóla Drangsness lögð fram til kynningar. Óskað er eftir því að sveitarstjóri/skólastjóri sendi viðbrögð í formi tímasettrar umbótaáætlunar fyrir 11. desember. 

Skólastjóri vinnur að umbótaáætlun ásamt oddvita.

17. Líkamsrækt og aðbúnaður

Sveitarstjórn samþykkti tilboð frá Hreysti til að endurnýja hlaupabretti staðsett hjá Sundlauginni á Drangsnesi, að upphæð 500 þúsund krónur í samræmi við fjárhagsáætlun.  Einnig var tekin afstaða til þess að bóka ekki Blue Zone fyrirlestur að þessu sinni, en hann er á vegum Njóttu ferðalagsins.

18. SÍS stöðuskýrsla um málefni innflytjenda

Stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar covid-19 lögð fram þar sem einkum er fjallað um stöðu og þjónustu við innflytjendur. Sveitarfélög eru beðin um að huga að virkum leiðum til að rjúfa félagslega einangrun, auka tengslanet og tryggja aðgengi að upplýsingum til innflytjenda.

Lagt fram til kynningar.

19. Samstarf um verslunarfélag

Erindi Svarvars Garðarssonar um mögulegt samstarf á sviði verslunar lagt fram til kynningar.

Erindi vísað til Verslunarfélags Drangsness.

20. Strandir.is

Erindi Silju Ástudóttur (Sýslið verkstöð ehf) um þátttöku sveitarfélagsins með upplýsingagjöf til vefsins Strandir.is sem er ætlað að vera íbúahandbók til miðlunar á helstu upplýsingum til íbúa og ferðafólks. Skrifstofustjóri hefur nú þegar sent dágóðan upplýsingapakka til verkefnisins, en spurningarlistinn er langur og æskilegt að fleiri hafi aðkomu að upplýsingaöflun.  

Sveitastjórn mun leitast við að veita þær upplýsingar sem óskað er eftir

21. Stytting vinnuviku

Upplýsingapakki frá SÍS lagður fram með ábendingum og upplýsingum um framkvæmd á styttingu vinnuvikunnar eða hækkun starfshlutfalls, sem kemur til framkvæmda 1. janúar 2021 eða 1. maí 2021 hjá vaktavinnandi fólki.

Sveitastjórn mun kanna álit starfsfólks sveitafélagsins á fyrirkomulagi á styttingu vinnuvikunnar.

Borið upp og samþykkt.

22. Tómstunda og frístundastyrkir

Leiðbeiningar frá Félagsmálaráðuneytinu voru lagðar fram um hvernig skal samræma úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum. Íþrótta- og tómstundastyrk skal greiða samkvæmt umsókn til sveitarfélags. Umsókn skal berast fyrir 1. mars 2021 og miða skal við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020-2021. 

Lagt fram til kynningar.

23. Aðgerðir og leiðbeiningar Almannavarna, Sóttvarnarlæknis o.fl. vegna Covid-19

  1. Nýjustu sóttvararráðstafanir fyrir starfsemi sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.
   Almannavarnir hafa útbúið leiðbeiningar fyrir smitrakningu ef upp kemur smit í starfsemi sveitarfélaga. Sveitarfélagið er hvatt til að vera eð 1-3 aðila í svokölluðu stuðningsteymi sem aðstoðar stjórnendur við vinnuna ef upp kemur smit. Það getur fylgt því töluverð vinna að skrá þá sem þurfa að fara í sóttkví og er því gott að vera með stuðning frá staðbundnu teymi sem samræmir aðgerðir í sveitarfélaginu.
  2. Nýjustu sóttvararráðstafanir fræðslu og skólastarfs lagðar fram til kynningar 
  3. Nýjustu sóttvararráðstafanir fyrir menningarstarfsemi og viðburðahalds lagðar fram til kynningar.
  4. Nýjustu sóttvararráðstafanir vegna meðhöndlun úrgangs lagðar fram til kynningar.

24. Erindi frá Einari og Vigdísi á Steinholti

Erindi Einars og Vigdísar var tekið fyrir, þau lýsa áhuga sínum á að kanna möguleika þess að fá heitt vatn úr borholunni á Klúku að Steinholti. 

Sveitastjórn tekur vel í erindið og ætlar að láta endurhanna hitaveitukerfið með það fyrir augum að auka nýtingu borholunnar.

Oddvita falið að safna saman kostnaðartölum og boða til fundar með hagsmunaaðilum og sveitastjórn.

Borið upp og samþykkt.

25. Erindi Auðar Höskuldsdóttur

Erindi Auðar var tekið fyrir þar sem hún óskar eftir því að fá úrbætur á götulýsingu Aðalbrautar og handrið við vaðlaugina.

Oddvita falið að fá tilboð í þrjá ljósastaura til Orkubús Vestfjarða.  Sveitastjórn hyggst láta smíða handrið við vaðlaugina. Borið upp og samþykkt.

26. Skipulagslýsing – breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í landi Hvamms

Lögð fram lýsing á skipulagsáætlun frá Teiknistofu Benedikts Björnssonar vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og nýs deiliskipulags í landi Hvamms. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lýsingu á skipulagsáætlun sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga  nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar.

Borið upp og samþykkt.

27. Skipting lóðar, deiliskipulagsbreyting 

Sótt er um að skipta lóð A (12.517 fm) sem staðsett er á 3,4 ha landspildu á jörðinni Kaldrananess í tvennt, í lóð A (6.246 fm) og lóð A-1 (6.261 fm). Sveitarstjórn samþykkir skiptingu lóðar úr lóð A í lóð A og lóð A-1 með fyrirvara um óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að breytingin verði grenndarkynnt lóðarhöfum að- og nærliggjandi lóða, þ.e. lóðar B og lóðar C.

Borið upp og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið 00:30