Sveitarstjórnarfundur 3. september 2020

Fimmtudaginn 3. september 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 24. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Kristín Einarsdóttir og Ingi Vífill Ingimarsson. Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson boðuðu forföll.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá 24. fundar:

 1. Fundargerð 23. sveitarstjórnarfundar 16.7.2020.
 2. Fundagerðir nefnda
  1. Fundur fjallskilanefndar 30.08.2020
  2. Fræðslunefndarfundur 3.9.2020
 3. Aðrar fundagerðir
  1. Stjórnarfundur BsVest þann 9.4.2019 (vantar staðfestingu)
  2. Fundur Heilbrigðisnefndar 27.08.2020, Árskýrsla 2019 og skýrsla KPMG.
 4. Sala á Holtagötu 6-8, kaupsamningur og lóðasamningur
 5. Sala á Grundargötu 9, kaupsamningur og lóðasamningur
 6. Skil og endurúthlutun lóðar Vitaveg 4
 7. Hlutafjáraukning í Fiskvinnslunni Drang
 8. Laugarhóll ehf og frágangsmál frá 2009
 9. Hitaveituborhola
 10. Umsögn FV og Vestfjarðarstofu um „Drög að Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029“
 11. Erindi Andrés Magnússonar 04.08.2020 um fráveitumál.
 12. Erindi Sigvalda Ólafsonar og ósk um lóð í landi Sandness.
 13. Erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun, beiðni um gögn varðandi ljósleiðarakerfi og ósk um athugasemdir við aðferðarfræðina
 14. Úthlutun Fiskistofu á aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2020-2021.
 15. Erindi og athugasemdir Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis við samninga Kaldrananeshrepps sem varða samvinnu við sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög.
 16. Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um leiðréttingu framlags 2020 til sveitarfélaga vegna jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts.
 17. Upplýsingar frá Félagsmálastjóra um sérstakan húsnæðisstuðning
 18. Aðgerðarpakkar Alþingis vegna Covid19
  1. Erindi Félagsmálaráðuneytis v. íþrótta og tómstundarstyrkja lágtekjuheimila
  2. Uppfærðar leiðbeiningar Almannavarna og Sóttvarnarlæknis.

Fundargerð:

 1. Fundargerð 23. sveitarstjórnarfundar 16.7.2020.
  Oddviti fór yfir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

 2. Fundagerðir nefnda
  1. Fundur Fjallskilanefndar 30.8.2020
   Fundargerð Fjallskilanefndar lögð fram til kynningar og sveitastjórn samþykkir.
  2. Fundargerð fræðslunefendar 3.9.2020
   Fundargerð fræðslunefndar lögð fram og rædd.
   Sveitastjórn samþykkir að styrkja skólaferðalagið í ljósi aðstæðna um 65.000 krónur.
   Sveitastjórn tekur ástand skólahúsnæðisins til alvarlegrar skoðunar og ætlar að leita til arkitekt húsnæðisins um leyfi til breytinga á ytra byrði húsnæðisins. Sveitastjórn vonast til að finna smiði til að laga þakið fyrir veturinn.
   Önnur mál rædd og falið formanni hreppsnefndar.
 1. Aðrar fundagerðir
  1. Stjórnarfundur BsVest þann 9.4.2019
   BsVest hefur kallað eftir undirritun á fundargerð frá 9.4.2019.
   Fundargerð stjórnar BsVest lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  2. Fundur Heilbrigðisnefndar 27.08.2020, Árskýrsla 2019 og skýrsla KPMG.
   Fundargerð stjórnar Heilbrigðisnefndar ásamt fylgigögnum lögð fram til kynningar.
 1. Sala á Holtagötu 6-8, kaupsamningur og lóðasamningur
  Kaupsamningar um sölu á Holtagötu 6 og 8 voru undirritaðir þann 1. september og íbúðir afhentar kaupanda, Leigufélaginu Bríet. Lóðaleigusamningar voru undirritaðir samhliða.

 2. Sala á Grundargötu 9, kaupsamningur og lóðasamningur
  Kaupsamningur um sölu á Grundargötu 9 var undirritaður þann 28. ágúst og íbúð afhend Ísabellu Benediktsdóttur og Friðsteini Guðmundsyni þann 1. september.  Lóðaleigusamningur var undirritaður samhliða.
 1. Skil og endurúthlutun lóðar Vitaveg 4
  Erindi hefur borist frá lóðarhafa að Vitavegi 4, óskað er eftir að skila lóðinni. Sveitastjórn samþykkir beiðnina.
  Erindi hefur borist þar sem óskað er eftir lóðinni að Vitaveg 4. Sveitastjórn samþykkir beiðnina.
 1. Hlutafjáraukning í Fiskvinnslunni Drang
  Þann 3. september stóð Kaldrananeshreppur skil á 6.605.032 kr greiðslu og jók þar með hlut sinn  í Fiskvinnslunni Drang ehf.
 1. Laugarhóll ehf og frágangsmál frá 2009
  Á sveitarstjórnarfundi var samþykkt að umbreyta skuld Laugarhóls á fasteignagjöldum 2009 í hlutafé. Laugarhóll ehf láðist að tilkynna hlutafjáraukningu með formlegum hætti og því hefur skuldarstaða félagsins staðið óbreytt í bókhaldi Kaldrananeshrepps. Til stendur að bæta úr ofangreindu og sveitarfélagið gerir viðeigandi skuldaleiðréttingu í framhaldinu.
  Sveitastjórn samþykkir að staðfesta 4 lið b í fundargerð sveitastjórnar 22 apríl 2009 um aukið hlutafé í Laugarhóli  ehf. Oddvita falið að ljúka málinu.
 1. Hitaveituborhola
  Oddviti gerir grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum.og nauðsynlegum undirbúningi til þess að borun á nýrri borholu geti átt sér stað. Sveitastjórn felur oddvita að vinna áfram að verkefninu.
 1. Umsögn FV og Vestfjarðarstofu um „Drög að Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029“
  Umsögn  FV og Vestfjarðarstofu um „Drög að Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029“ lögð fram til kynningar.
 1. Erindi Andrés Magnússonar 04.08.2020 um fráveitumál.
  Andrés Magnússon hefur óskað eftir því að kannað sé hvort frárennsli Fúsahúss hafi orðið fyrir skaða þegar að vegurinn var endurnýjaður. Endurtekinn stífluvandi hefur komið upp  síðan að breyting var gerð á vegi. Andrés langar til að vita hvort  mögulegt sé að koma í veg fyrir endurteknar stíflur með því að kanna betur hvað veldur.
  Sveitastjórn leitar eftir frekari upplýsingum frá Andrési varðandi málið.
 1. Erindi Sigvalda Ólafsonar og ósk um lóð í landi Sandness.
  Sigvaldi Ólafsson hefur óskað eftir lóð í landi Sandness og heimild sveitarfélags til byggingar á því landi. Sigvaldi leggur fram frumrit af undirrituðu samkomulagi við landeigendur L141793.
  Sveitastjórn vísar erindinu til umhverfis-skipulags- og byggingarnefndar.
 1. Erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun, beiðni um gögn varðandi ljósleiðarakerfi og ósk um athugasemdir við aðferðarfræðina
  Beiðni Póst- og fjarskiptastofnunar ásamt gögnum lögð fram til kynningar. Umræða fór fram um aðferðarfræði gagnaöflunarinnar og hvernig best sé að haga þessari vinnu.
  Oddvita falið að bregðast við erindinu.
 1. Úthlutun Fiskistofu á aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2020-2021.
  Úthlutun Fiskistofu lögð fram til kynningar.

 2. Erindi og athugasemdir Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis við samninga Kaldrananeshrepps sem varða samvinnu við sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög.
  Athugasemdir ráðuneytisins lögð fram til kynningar en ráðuneytið fer fram á að verða upplýst um afrakstur framangreindrar vinnu eigi síðar en 15. nóvember n.k. Umræða fór fram um hvernig best sé að haga fyrirskipaðri úrvinnslu. Ákveðið var að hafa samráð við þau sveitafélög sem Kaldrananeshreppur er í samvinnu við og bregðast við erindinu.
  Borið upp og samþykkt.
 1. Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um leiðréttingu framlags 2020 til sveitarfélaga vegna jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts.
  Endurskoðuð áætlun og nýtt yfirlit yfir framlög 2020 til sveitarfélaga vegna jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts er lögð fram til kynningar. Mistök áttu sér við útreikning á eldri álagningarstofni hjá Þjóðskrá Íslands og því hafa framlögin verið endurreiknuð. Tvær síðustu greiðslur framlaganna mið af þessum breytingum. Ljóst er að skerðing verður á framlögum Jöfnunarsjóðs. Umræða fór fram um áhrif skerðingar og áhrif á rekstrarhorfur Kaldrananeshrepps sem og nágranna sveitarfélaga.

 2. Upplýsingar frá Félagsmálastjóra um sérstakan húsnæðisstuðning
  Félagsmálastjóri hefur óskað eftir þátttöku sveitarfélagsins til að kynna sérstakan húsnæðisstuðning til fjölskyldna og einstaklinga, sem eru ekki á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa og/eða félagslegra aðstæðna.
  Einnig er hægt að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára námsmanna. Aðgerðir félagsmálastjóra lagðar fram til kynningar. Kaldrananeshreppur hefur birt auglýsingar Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps á vefsíðu sveitarfélagsins.

 3. Aðgerðarpakkar Alþingis vegna Covid19

  1. Erindi Félagsmálaráðuneytis v. íþrótta og tómstundarstyrkja lágtekjuheimila
   Stjórnvöld samþykktu frumvarp til fjáraukalaga sem m.a. fól í sér að verja 600 mkr. í styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir. Í samþykktinni kemur fram að gert sé ráð fyrir að framkvæmdin verði á hendi sveitarfélaga og að samráð skuli haft við fulltrúa félagsþjónustu, íþróttafélaga og aðra þá aðila sem málið varðar um ráðstöfun fjármagnsins. Nánari leiðbeiningar frá Félagsmálastjóra og Félagsmálaráðuneytinu eru lagðar fram til kynningar.
  2. Uppfærðar leiðbeiningar Almannavarna, Sóttvarnarlæknis o.fl.
   Nýjustu sóttvararráðstafanir íþróttamannvirkja vegna Covid-19 lagðar fram til kynningar.
   Nýjustu sóttvararráðstafanir heilsuræktarstöðva vegna Covid-19 lagðar fram til kynningar.
   Nýjustu sóttvararráðstafanir skólastarfs vegna Covid-19 lagðar fram til kynningar.
   Nýjustu sóttvararráðstafanir gangna og rétta vegna Covid-19, tekið fyrir í fundarlið 2 (a).
   Nýjustu sóttvararráðstafanir samkomuhalds vegna Covid-19 lagðar fram til kynningar.
   Kynning á Stöðuskýrslu teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid19 lögð fram til kynningar.
   Leiðbeiningar um launagreiðslur í sóttkví vegna ferðalaga erlendis lagðar fram til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið 22:32