Sveitarstjórnarfundur 16. júlí 2020

Fimmtudaginn 16. júlí 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 23. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.

Oddviti setti fund kl. 20:00.

Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Oddviti leitar afbrigða að taka lið nr. 6 Ósk um lóð að Grundargötu 7.  Borið upp og samþykkt.

Dagskrá 23. fundar:

Dagskrá:

 1. Ársreikningur 2019, seinni umræða.
 2. Fundargerð 22. sveitarstjórnarfundar 2.7.2020.
 3. Framvinda á Holtagötu 6-8
 4. Forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024, erindi frá Samband Íslenskra sveitarfélaga (SÍS)
 5. Verkefni á vettvangi félags- og fötlunarþjónustu, erindi frá SÍS

Fundargerð:

 1. Ársreikningur 2019 seinni umræða.

    Ársreikningur Kaldrananeshrepps vegna ársins 2019 lagður fram til síðari umræðu. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er jákvæð 6.6 milljónir og A og B hluta jákvæð um 8,6 milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2019 nam 288,7 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam 305,9 millj. króna.

Covid-19 heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa veruleg áhrif á mörgum sviðum um allan heim þar með talið efnahagsleg. Veruleg óvissa ríkir um efnahagsleg áhrif faraldursins s.s. vegna óvissu um hve lengi hann mun vara og hver áhrifin verða eftir að honum lýkur. Vænta má að áhrif á rekstur sveitarfélagsins verði umtalsverð m.a. vegna lægri skatttekna og annarra tekna, frestun gjalddaga og aukinna útgjalda.

Ársreikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 2.7.2020
  Oddviti fór yfir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
 2. Framvinda á Holtagötu 6-8
  Oddviti fór yfir stöðu mála.
 3. Forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024, erindi frá SÍS

Sigurður Snævarr, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Samband íslenskra sveitarfélaga sendi öllum sveitarstjórnum erindi um forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024. Greinagerðin fer yfir fimm grunngildi við stefnumörkun opinberra fjármála. Erindi og fylgigögn lögð fram til kynningar.

 1. Verkefni á vettvangi félags- og fötlunarþjónustu, erindi frá SÍS
  Erindi Samband íslenskra sveitarfélaga miðlar upplýsingum um stöðu nokkurra verkefna á
  sviði félags- og fötlunarþjónustu sveitarfélaga. Erindi lagt fram til kynningar.
 2. Ósk um lóð að Grundargötu 7
  Erindi barst til sveitarfélagsins um að fá úthlutað lóð á Grundargötu 7.
  Sveitastjórn samþykkir umsóknina með þeim fyrirvara að framkvæmdir verði hafnar innan eins árs. Sveitarstjórn fagnar áframhaldandi uppbygginu í sveitafélaginu.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið 22:00