Sveitarstjórnarfundur 2. júlí 2020

Fimmtudaginn 2. júlí 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 22. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Margrét Bjarnadóttir og Kristín Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl. 20:00.

Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá 22. fundar:

 1. Ársreikningur 2019 fyrri umræða.
 2. Fundargerð 21. sveitarstjórnarfundar 4.6.2020
 3. Fundagerðir nefnda
  1. engir fundir
 4. Aðrar fundagerðir
  1. Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps, 11.06.2020.
  2. Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu 12.06.2020.Lagt fram til kynningar
  3. Aukafundur Sorpsamlags Strandasýslu með fulltrúum Reykhólahrepps 12.06.2020.
  4. Fundargerð 855. stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga, 12.6.2020. 
  5. Stjórnarfundur Vestfjarðarstofu, 12.05.2020.
  6. Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps, Ársreikningur.
 5. Áframsend beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021.
 6. Erindi þriggja ferðaþjóna Kaldrananeshrepps um lækkun kyndikostnaðar.
 7. Erindi Aðalbjargar Óskarsdóttur skólastjóra um fyrirkomulag skólaakstur 2020-2021.
 8. Erindi Guðnýjar Rúnarsdóttur um ástand og undirbúning leiguíbúðar og ósk um flutningstyrk.
 9. Sala á Grundargötu 9, Drangsnesi.
 10. Sala á raðhúsinu á Holtagötu 6-8, Drangsnesi.
 11. Ísland ljóstengt, samningur um aukaúthlutun Fjarskiptasjóðs.
 12. Forkaupsréttur hlutahafa á kaupum hlutafé í Fiskvinnslunni Drang ehf.
 13. Greining og stöðumat á Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvum á Vestfjörðum
 14. Aðgerðarpakkar Alþingis vegna Covid19
  1. Kynning Félagsmálaráðuneytis á íþrótta- og tómstundastyrkjum til barna á lágtekjuheimilum.

Fundargerð:

 1. Ársreikningur 2019 fyrri umræða.
  Kristján Jónasson endurskoðandi KPMG mætti á fund og gerði grein fyrir ársreikningi og endurskoðandaskýrslu. Ársreikningi vísað til seinni umræðu.
 2. Fundargerð 21. sveitarstjórnarfundar 4.6.2020
  Oddviti fór yfir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
 3. Fundagerðir nefnda
  Engir fundir
 4. Aðrar fundagerðir
  1. Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps, 11.06.2020.
   Fundargerð lögð fram til kynningar.
  2. Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu 12.06.2020
   Fundargerð lögð fram til kynningar.
  3. Aukafundur Sorpsamlags Strandasýslu með fulltrúum Reykhólahrepps 12.06.2020.
   Fundargerð lögð fram til kynningar.
  4. Fundargerð 855. stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga, 12.6.2020
   Fundargerð lögð fram til kynningar.
  5. Stjórnarfundur Vestfjarðarstofu, 12.05.2020
   Fundargerð lögð fram til kynningar.
  6. Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps, Ársreikningur.
   Lagt fram til kynningar.
 5. Áframsend beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021.
  Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga áframsendi erindi sveitarstjórnarráðherra um fasteignaskattsálagningu árið 2021 til allra sveitarfélaga þar sem þau eru hvött til að hækka ekki fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði umfram verðlagsbreytingar árið 2021. Erindi lögð fram til kynningar.
 6. Erindi þriggja ferðaþjóna Kaldrananeshrepps um lækkun kyndikostnaðar.
  Eva K. Reynisdóttir víkur af fundi. Finnur Ólafsson ritar fundargerðina.

  Erindi Sunnu J. Einarsdóttur, Evu Katrínu Reynisdóttur og Einars Unnsteinssonar var lagt fram á fundi sveitarstjórnar 4.6.2020. Þar er þess óskað að kyndikostnaður Gistiþjónustu Sunnu, Gistiheimili Malarhorns og Hótel Laugarhóls sé endurskoðaður starfsárið 2020 vegna áhrifa Covid. Jafnframt er þess óskað að hreppsnefndin skoði lækkun hitakostnaðar til framtíðar yfir vetrarmánuðina.  Samantekt um gjaldtöku hitaveitu árið 2019 og það sem af er ári 2020 er lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn ákveður að í ljósi aðstæðna ferðaþjónustu á svæðinu að veita 50% tímabundinn afslátt til þessara þriggja aðila á atvinnuhúsnæðinu fyrir næstu 6 mánuði. Sveitarstjórn telur ekki tímabært að veita varanlega afslætti á þessum tíma.
  Eva mætir aftur á fund og tekur við ritun fundargerð. Finnur víkur af fundi.
 7. Erindi Aðalbjargar Óskarsdóttur skólastjóra um fyrirkomulag skólaakstur 2020-2021.
  Skólastjóri upplýsir að í haust hefji skólabarn úr Bjarnafirði skólagöngu í Drangsnesskóla og leggur það fyrir sveitastjórn að skipuleggja skólaakstur fyrir þann tíma. Varaoddviti falið að ræða við foreldra og skólastjóra varðandi skólaakstur 2020-2021. Finnur mætir aftur á fund.
 8. Erindi Guðnýjar Rúnarsdóttur um ástand og undirbúning leiguíbúðar og ósk um flutningstyrk.
  Guðný hefur óskað eftir því að skólastjóraíbúðin verði máluð og parketlögð fyrir haustið og er reiðubúin til að hafa aðkomu að þeirri vinnu. Guðný óskar jafnframt eftir flutningstyrk. Einnig var ráðningarsamningurinn tekinn fyrir og óskir Guðnýjar til umfjöllunar. Oddvita falið að svara óskum Guðnýjar varðandi íbúðina og samþykkir að sinna endurbótum á íbúðinni.
  Sveitastjórn hafnar umsókn um flutningsstyrk.
  Sveitastjórn leitaði til sambands íslenskra sveitafélaga vegna ráðningarsamningsins og oddvita falið að ganga frá samningum á grundvelli þeirra upplýsinga. Borið upp og samþykkt samhljóða.
 9. Sala á Grundargötu 9, Drangsnesi.
  Kaupsamningur var undirritaður í kjölfar fundar 4.6.2020. Kaupandi er með lánaumsókn hjá Gildi og að vonir standi til þess að málið sé afgreitt á næstu dögum. Lagt fram til kynningar um stöðu mála.
 10. Sala á raðhúsinu á Holtagötu 6-8, Drangsnesi.
  Oddviti óskar eftir heimild sveitastjórnar til að staðfesta sölu á Holtagötu 6-8. Borið upp og samþykkt.
 11. Ísland ljóstengt, samningur um aukaúthlutun Fjarskiptasjóðs.
  Samningur lagður fram um aukaúthlutun Fjarskiptasjóðs á árinu 2020 til uppbyggingar á ljósleiðarakerfi í dreifbýli Kaldrananeshrepp. Fjárhæð styrksins er 9.500.000.-
  Erindi lagt fram til kynningar.
 12. Forkaupsréttur hlutahafa á kaupum hlutafé í Fiskvinnslunni Drang ehf.
  Erindi Óskars Torfasonar, framkvæmdarstjóra Fiskvinnslunnar Drangs ehf, um forkaupsrétt hlutahafa á 28,49% hlutafé í Fiskvinnslunni Drang ehf er lagt fram til kynningar. Hyggist sveitarfélagið nýta sé forkaupsrétt sinn, þá ber að tilkynna það skriflega til stjórnar Fiskvinnslunnar Drangs fyrir 10. júlí. 

  Sveitastjórn samþykkir samhljóða að nýta sér forkaupsrétt sinn og felur oddvita að ganga frá kaupunum.
 13. Greining og stöðumat Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvum á Vestfjörðum
  Vestfjarðastofa gerði stöðu- og þarfagreiningu á því hvort grundvöllur væri fyrir fleiri nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðum á Vestfjörður, þ.m.t. Kaldrananeshrepp. Skýrsla Vestfjarðastofu var lögð fram til kynningar.
 14. Aðgerðarpakkar Alþingis vegna Covid19
  1. Kynning Félagsmálaráðuneytis á íþrótta- og tómstundastyrkjum til barna á lágtekjuheimilum.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið 00:00