Sveitarstjórnarfundur 29. janúar 2020
- Details
- Miðvikudagur, 29 janúar 2020 19:32
Sveitarstjórnarfundur 29.janúar 2020
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 18. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Arnlín Óladóttir, Eva K. Reynisdóttir, Halldór logi Friðgerisson og Margrét Bjarnadóttir. Oddviti setti fund kl. 16 Oddviti leitar afbrigða, að taka á dagskrá tvö erindi frá Umhverfishópi og erindi frá Leigufélaginu Bríet. Afbrigði samþykkt.
Arnlín Óladóttir ritar fundargerð á tölvu
Dagskrá
- Fundargerð sveitarstjórnarfundar 18.12.2019
- Fundargerðir nefnda
- Aðrar fundargerðir
- Kosning varaoddvita
- Byggðakvóti -reglur
- Bréf frá Umhverfisstofnun
- Skrifstofustjóri
- Bréf frá Bjarna Þórissyni
- Bréf frá Elíasi Ingimarssyni
- Almannatengsl
- Svar OV v ljósastaura
- Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
- Stefna Sambandsísl sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð
- Erindi frá Umhverfishópi
- Fundargerð sveitarstjórnarfundar 18.12.2019
Oddviti fór yfir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
- Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir liggja fyrir fundi
- Aðrar fundargerðir
- Fundargerð 877.fundar stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga lögð fram til
kynningar.
- Kosning varaoddvita
Varaoddviti var kosinn Margrét Bjarnadóttir
- Byggðakvóti -reglur
- Byggðakvóti
Úthlutaður Byggðakvóti Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til Drangsness er 76 þorskígildislestir. Sveitarstjórn samþykkir byggðakvótaúthlutunina og óskar eftir því að sömu reglur gildi fyrir fiskveiðiárið 2019/2020 og giltu árið 2018/2019.
- Bréf frá Umhverfisstofnun
Bréf Umhverfisstofnunar dags 10.1.2020 um endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu. Farið er fram á að sveitarfélagið skili skýrslu um úrgang til Umhverfisstofnunar. Samþykkt að vísa málinu til Sorpsamlags Strandasýslu sem sendir reglulega gögn til Umhverfisstofnunar.
- Skrifstofustjóri
Ákveðið var að auglýsa starfið í blaði sem kemur út á landsvísu. Auglýsing um starfið á að birtast í Fréttablaðinu 1.febr og umsóknarfrestur er til 8. febr
- Bréf frá Bjarna Þórissyni
Bréf B.Þ vegna niðurgreiðslu rafmagnskostnaðar og varmadælu. Skorað er á sveitarstjórn að flýta eftir fremsta megni framkvæmdum við fyrirhugaða borholu við Mýrar. Almennar umræður urðu um kosti sem eru í boði til að auka hita- og vatnsmagn hjá hitaveitunni og haft samband við Hauk Jóhannesson, jarðfræðing í síma til skrafs og ráðagerða. Óskað var eftir nýjum kostnaðartölum í borun um 300-600 m djúpa holu sem ætti samkvæmt Hauki að gefa vel heitt vatn. Einnig rætt um kostnað við lagnir í þeim tilgangi að leggja hitaveitu í húsin á Bæ og í Bakkagerði.
- Bréf frá Elíasi Ingimarssyni. Elías fékk úthlutað lóð við Vitaveg 4 og óskar nú eftir að skila henni vegna breyttra aðstæðna. Sveitarstjórn samþykkir að verða við því. Annað erindi Elíasar verður tekið til skoðunar af sveitarstjórn.
- Almannatengsl
Vestfjarðastofa leggur fram óformlega tillögu til sveitarstjórna um að unnið verði áfram að með almannatengslaskrifstofunni Athygli að mótun skamm- og langtímaskilaboðum til að varpa jákvæðu ljósi á Vestfirði. Lagt fram til kynningar.
- Svar OV v ljósastaura
Svar Orkubús Vestfjarða varðandi kostnaðar vegna breytinga á fjórum ljósastaurum á Drangsnesi. Svar hefur borist og í ljósi þess verður hætt við að breyta staurum við Drang, en oddvita falið að óska eftir tilboði í einn staur við Malarhorn.
- Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
Bréf Samband ísl sveitarfélaga dags. 17.1.2020 um viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka. Lagt fra til kynningar.
- Stefna Sambands ísl. sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð.
Lagt fram til kynningar.
- Erindi frá Umhverfishópi.
- Moltugerð í Kaldrananeshreppi. Sveitarstjórnin tekur vel í erindið og
oddviti athugar hugsanlegt samstarf við Sorpsamlagið.
- Umbúðalaus eða umbúðaminni verslun. Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Leigufélaginu Bríet þar sem óskað er eftir að gert verði samkomulag um leiguvernd. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps lýsir sig tilbúna til þess, en gerir athugasemd við drög að samkomulaginu og óskar að tryggt verði að leiguverð haldist í hendur við almennt leiguverð á svæðinu. Oddvita falið að hafa samband við tengiliði hjá Bríet til að koma þessu á framfæri, ásamt öðrum smávægilegum breytingum.
Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið. 19:20